Stóra upplestrarkeppnin var haldin á Raufarhöfn í gær, eftir að hafa
verið frestað í mars vegna veðurs. Þar mættu nemendur skólanna í norður sýslunni og reyndu með sér í upplestri.
Frá Öxarfjarðarskóla fóru þrír þátttakendur, þau Björg Dúa Guðmundsdóttir, Nareerat Kanram og
Snæþór Aðalsteinsson. Að auki fóru þær systur frá Fjöllum; María Dís sem kynnti milli atriða og Þórdís
Alda sem lék nokkur lög á þverflautu.
Undanfarin ár hafa nemendur af skólasvæðinu við Öxarfjörð verið í einhverjum af þremur efstu sætunum og sú varð raunin
þetta árið líka.
Í fyrst sæti lenti Rósa Björg frá Grunnskólanum á Raufarhöfn, í öðru sæti lenti Snæþór Aðalsteinsson
úr Öxarfjarðarskóla og í þriðja sæti lenti Rögnvaldur Viðar Friðgeirsson úr Kópaskersskóla. Við óskum
þeim og öðrum þeim sem komu fram til hamingju með glæsilega frammistöðu.
Myndir frá keppninni er hægt að sjá hér en þær tók Guðrún S. K.