Þá er lestrarkeppni grunnskólanna lokið og voru verðlaun veitt efstu skólunum á Bessastöðum í gær. Öxarfjarðarskóli náði glæsilegum árangri þó við næðum ekki í verðlaun. Skólinn endaði í 11. sæti í heildina og 4. sæti í sínum flokki. Alls voru lesnar 13667 setningar af 60 lesendum, sem gerir að meðaltali 228 setningar á hvern.