Lestrarkeppni grunnskólanna var sett í gær, 18. janúar. Næstu vikuna munu grunnskólar keppast um að lesa sem flestar setningar inn í raddgagnasafnið Samróm. Allir geta tekið þátt, nemendur, kennarar, foreldrar, afar og ömmur og í raun hver sem vill leggja sínum skóla lið. Skólunum er skipt í þrjá flokka eftir fjölda og eru verðlaun veitt efsta skóla í hverjum flokki. Farið er inn á vefsíðuna samromur.is og valið "taka þátt" og eftir það er ferlið frekar einfalt. Foreldrar þurfa að gefa samþykki fyrir þátttöku barna yngri en 18 ára. Öxarfjarðarskóli tekur þátt í keppninni og ætlar sér að sjálfsögðu sigur í sínum flokki. Við hvetjum alla til að leggja okkur lið og skrá sig undir Öxarfjarðarskóla.