Skólaslit 2021

Skólaslit Öxarfjarðarskóla voru þann 20. maí­ s.l. Að þessu sinni voru útskrifaðir fimm nemendur úr 10. bekk. Þetta voru þau Baldvin Einarsson, Daniela Martin Pulido, Erla Bernharðsdóttir, Kamilla Birgisdóttir og Nikolina Gryczewska. Einnig kvöddum við Ingvar Örn Tryggvason en hann stefnir á að klára 10 bekk á Akureyri næsta vetur. Erla flutti afskaplega fallega og skemmtilega kveðju fyrir hönd 10. bekkinga. Allt eru þetta mannvænlegir einstaklingar og þó að við horfum eftir þeim með söknuði þá samgleðjumst við þeim um leið á þessum tí­mamótum. Við óskum þeim innilega velfarnaðar í­ framtí­ðinni.

Það var ekki einungis verið að kveðja elstu nemendur skólans. Guðrún skólastjóri er að láta af störfum í­ lok sumars. Guðrún hefur starfað við Öxarfjarðarskóla í­ rí­flega 20 ár og verið farsæll skjólastjóri frá 2008, einstaklega vel liðin af nemendum, starfsfólki og foreldrum. Hún hefur sinnt skólanum og hagsmunum hans af mikilli elju. Guðrún var leyst út með ýmsum gjöfum, meðal annars færði starfsfólk skólans henni forláta mynd, þæfða mynd af forystukind eftir Jenny Please, glæsilegt listaverk.

Hrund Ásgeirsdóttir mun taka við skólastjórn en hún þekkir skólann vel, hefur starfað lengi við skólann sem kennari og var aðstoðarskólastjóri við hlið Guðrúnar frá 2008 til 2019.

 

Â