Fréttir

Dagur íslenskrar náttúru

Í gær, á Degi íslenskrar náttúru, fögnuðum við í Öxarfjarðarskóla með því að efna til ratleikjar meðal allra nemenda grunnskólans. Nemendum var skipt í aldursblandaða hópa og áttu í sameiningu að leysa þrautir sem búið var að hengja upp hér og þar í nágrenni skólans.

List fyrir alla - Svakalegar sögur

Í dag fengum við skemmtilega heimsókn frá listaverkefninu List fyrir alla þar sem þær Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur og Blær Guðmundsdóttir teiknari héldu skemmtilega kynningu fyrir nemendur á yngsta- og miðstigi.

Valfög á haustönn

Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla skal þess gætt að jafnvægi ríki milli bóklegra og list-og verkgreina og ekki halli á verklegt nám. Þrátt fyrir smæð skólans getum við boðið upp á býsna fjölbreytt úrval af valgreinum fyrir mið-og unglingastig sem eru á stundaskrá tvisvar í viku.

Skólasetning og fyrsta vikan

Öxarfjarðarskóli var settur sl. þriðjudag 20.ágúst. Í ár verða nemendur alls 61 í samreknum leik- og grunnskóla - þar af 38 grunnskólabörn.

Eldur, ís og mjúkur mosi í Gljúfrastofu

Í gær opnaði sýningin Eldur, ís og mjúkur mosi í Gljúfrastofu. Á sýningunni eru verk nemenda í Öxarfjarðarskóla sem voru hluti af sýningunni Eldur, ís og mjúkur mosi en það var samstarfsverkefni Vatnajökulsþjóðgarðs, Náttúruminjasafns Íslands, grunn- og leikskóla í nágrenni þjóðgarðsins, og breiðs hóps hönnuða og listafólks í heimabyggð skólanna. Jenny Please vann verkið með nemendum frá 1.-10. bekk. í Öxarfjarðarskóla

Innra matsskýrsla Öxarfjarðarskóla 2023-2024

Innra matsskýrsla hefur verið unnin fyrir skólaárið 2023-2024 og var til umfjöllunar í Fjölskylduráði Norðurþings 11.júní.

Laus kennarastaða við skólann

Við leitum eftir áhugasömum kennara til starfa með okkur í teymi á mið- og unglingastigi frá og með næsta hausti!

Skólaslit Öxarfjarðarskóla

Skólaslit fóru fram síðastliðinn föstudag, 24. maí. Tveir nemendur 10.bekkjar útskrifuðust og einn starfsmaður kvaddur.

Nemandi skólans í 6.sæti í Pangea stærðfræðikeppni

Jón Emil Christophsson náði 6. sæti af 2246 nemendum sem tóku pátt í 8. bekk. Þetta er annað árið í röð þar sem við erum með nema meðal efstu 10 en Björn Ófeigur hafnaði í 10. sæti í fyrra. Jón Emil náði 30 stig í úrslitum en sigurvegarinn fékk 36 stig. Við erum að sjálfsögðu stolt af okkar manni og óskum honum innilega til hamingju með frábæran árangur!

Myndbönd frá Vorgleði og samstarfsdegi skólanna

Búið er að setja inn myndbönd undir flipann *Nemendur* > myndbönd frá Vorgleði 2024 og eins kynningarefni nemenda frá samstarfsdegi skólanna frá 30.apríl sl.