Fréttir

Skákmót í skólanum

Við fengum góða heimsókn sl miðvikudag frá Grunnskólanum á Þórshöfn. Þar voru á ferðinni 18 nemendur nemendur 4. -7.bekkja til að taka þátt í skákmóti hjá okkur en nemendur úr mið- og unglingadeild Öxarfjarðarskóla tóku þátt. Tefldar voru 4 umferðir og stóðu nemendur úr báðum skólum sig vel. Að lokum var farið í hópefli og úr þessu var virkilega skemmtileg samvera.

Skólaferðalag yngri deildar

Nemendur og starfsfólk yngri deildar skólans fór í dagsferð til Húsavíkur sl. miðvikudag 23.apríl.

Vorgleði Öxarfjarðarskóla

Hin árlega Vorgleði Öxarfjarðarskóla var haldin föstudaginn 11.apríl síðastliðinn og var vel sótt að vanda.

Skóladagatöl 2025-2026

Skóladagatöl leik- og grunnskóladeilda hafa verið kynnt og samþykkt í skólaráði og fjölskylduráði.

Tengiliðir farsældar barna

Tónleikar Tónlistarskólans

Laxakrufning - framhald í miðdeild

Starfsfólk á skyndihjálparnámskeiði

Á starfsdögum í leik- og grunnskóla er boðið upp á endurmenntun sem er starfinu nauðsynlegt. Miðað er við að starfsfólk haldi þekkingu sinni við með því að fara á skyndihjálparnámskeið á 2ja ára fresti. Að þessu sinni fengum við hagnýtt námskeið sem Thomas Helmig sá um á vegum Rauða kross Íslands.

Laxakrufning í unglingadeild

Nemendur í unglingadeild eru í náttúrufræði þessa dagana að læra um fiska. Af því tilefni þótti rétt að fá fiskeldisfræðing í heimsókn til að fræðast meira um innyfli laxa og einnig var umræða tekin um fiskeldi.

Árdís Laura áfram í smásagnasamkeppni!

Við erum stolt af því að eiga nemanda sem tók þátt í smásagnasamkeppni Risastórra smásagna. Árdís Laura í 4.bekk sendi inn smásöguna sína "Vorsaga" inn í smásagnasamkeppnina og var sagan hennar valin áfram ein af 20 úr um 200 innsendum sögum.