Fréttir

Skákí­þróttin og uppskeruhátí­ð 7. maí­

Skákí­þróttin hefur litað þetta skólaár og sigurvegarinn, Þorsteinn Gí­sli, fékk að velja hvað yrði á matseðlinum þriðjudaginn 7. maí­ og urðu pí­tsur fyrir valinu. Fyrnagóðar pí­tsur voru bakaðar af þeim Christoph, hvatamanni skákí­þróttarinnar, og Huldu og Guðnýju og mæltist þetta vel fyrir af nemendum og starfsfólki (Myndina tók Birkir).

Umhverfisdagur 2. maí­

Umhverfisdagur Environmental day, tókst vel. Tí­ndum rusl úr okkar nánasta umhverfi, skoðuðum moltugerð og unnin voru gerð beð fyrir grænmeti (kartöflur o.fl.). og tilbreyting var í­ mat og drykk hjá Huldu og Guðnýju þennan dag. Umhverfissinnarnir komu inn í­ heitt kakó og góðgerðir.

Páskafrí­ og skólabyrjun eftir páska - Easter hollidays in April

Páskafrí­ grunnskóladeildar hefst frá og með mánudeginum 15. aprí­l til og með mánudeginum 22. aprí­l. Enginn skólaakstur frá fyrr en að loknu páskafrí­i grunnskóladeildar. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 23. aprí­l. The primary school will have its Easter hollidays from the 15th of April to 23rd of april. No schoolbuses those days. The school will begin again the 23rd of April.

Sundkennsla hefst í­ næstu viku - We will start swimming teaching in next week. The kids have to bring swimmingsuit and chlothes for sports

Stefnt er á að sund hefjist í­ næstu viku. Friðgeir er í­ óða önn að undirbúa laugina og þann búnað sem þarf. Við óskum eftir því­ að nemendur hafi með sér bæði sundföt og í­þróttaföt meðan á sundúthaldi stendur. Þannig að ef af einhverjum ástæðum er ekki hægt að fara í­ sund er farið í­ í­þróttahús og eins ef eitthvað þarf að skipta hópum. Ekki er hægt að treysta á að til séu sundföt eða handklæði ef sundbúnaður gleymist heima. Stundatöflur nemenda breytast örlí­tið meðan á sundúthaldi stendur. Við munum fylgja nýrri stundaskrá frá mánudeginum 1. april þó að sund frestist eitthvað fram í­ vikuna.

Jarðskjálftahrina í­ Öxarfirði og varnir

Almannavarnir og viðbragðsaðilar fylgjast vel með. Vonandi fer allt að róast í­ þessum efnum, en allur er varinn góður og fólki bent á að fylgjast vel með allri þróun í­ þessum efnum. Hér að neðan er linkur hjá Almannavörnum og gott að kynna sér viðbrögð þar. https://www.almannavarnir.is/natturuva/jardskjalftar/varnir-gegn-jardskjalfta/

Vorfagnaður, fimmtudaginn 28. mars, tókst glimrandi vel

Í gær, fimmtudaginn 28. mars var vorfagnaður Öxarfjarðarskóla og tókst vel til. Þau Gugga og Einar í­ Lóni héldu vel og örugglega utan um matseld með unglingunum og dyggri aðstoð Ágústu í­ Reistarnesi. Fórst þeim þetta vel úr hendi og maturinn gómsætur með afbrigðum, enda tóku gestir vel til matar sí­ns. Skemmtiatriði tókust vel; myndir og myndbönd nemenda fóru upp á tjald, m.a. úr Þeystareykjaferð, reyndar spönnuðu myndböndin alla aldurshópa, alveg niður í­ leikskóla, eins var upplestur, tónlist, uppboð, kryddað leikrænum tilþrifum, á smí­ðisgripum unglingadeildar o.fl. Sérlega skemmtilegt kvöld og notaleg samvera. Við erum þakklát öllum sem komu að því­ að gera okkur þetta mögulegt; Foreldrum, nemendum, starfsfólki og ekki má gleyma gestum og styrktaraðilum. Nærsamfélagið er duglegt að sækja þenna viðburð. Takk fyrir skemmtilega samveru 😊 Thank you all for lovely evening.

Stærðfræðikeppni grunnskólanna var haldin í­ Menntaskólanum við Hamrahlí­ð

Úrslit Pangea á Íslandi voru haldin í­ Menntaskólanum við Hamrahlí­ð helgina 23.-24. mars. 86 nemendum hvaðanæva af landinu var boðið að taka þátt eftir að hafa komist í­ gegnum tvær undankeppnir. Keppnin var nú haldin í­ fjórða skipti á Íslandi og voru 3352 nemendur úr 8. og 9. bekk skráðir til leiks. Þátttökuskólar voru samtals 68. Að lokinni keppni var boðið uppá veitingar og skemmtiatriði áður en úrslit voru tilkynnt. Ásdí­s okkar Einarsdóttir varð í­ 11. Sæti í­ úrslitunum, sem er geysilega góður árangur. Til hamingju, Ásdí­s. Við erum stolt af þér.

Stóra upplestrarkeppnin 2019

Lokahátí­ð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram á föstudaginn var, 8. mars, Safnahúsinu á Húsaví­k. Tí­u ungmenni úr 7. bekk úr Borgarhólsskóla, Þingeyjarskóla, Grunnskólanum á Þórshöfn og Öxarfjarðarskóla komu fram og fluttu ljóð og sögubrot fyrir gesti. Í fyrstu umferð voru lesnar svipmyndir úr skáldsögunni Þí­n eigin þjóðsaga eftir í†var Þór Benediktsson. Í annarri umferð voru lesin ljóð eftir Önnu Sigrúnu Snorradóttir. En í­ þriðju og sí­ðustu umferð fengu lesarar val um hvaða ljóð þeir vildu flytja. Öll þessi ungmenni stóðu sig með miklum sóma. Okkar fulltrúi, Ingvar Örn Tryggvason, flutti ljóðið Heimaslóð eftir langafa sinn Tryggva Ísaksson. Ingvar Örn stóð sig með sóma og flutti sitt mál vel. Nemendur Tónlistarskóla Húsaví­kur og Þingeyjarskóla voru með tónlistaratriði. Í fyrsta sæti var Katla Marí­n Þorkelsdóttir úr Borgarhólsskóla, í­ öðru sæti var Arndí­s Inga Árnadóttir úr Þingeyjarskóla og þriðja sæti skipaði Indriði Ketilsson úr Þingeyjarskóla. Myndin er frá Borgarhólsskóla.

Fjör á öskudaginn

Við erum búin að fá leyfi hjá skólastjóra til að hafa öskudagsfjör eftir hádegi á miðvikudaginn 6. mars. (öskudag) Búið er að tala við skólabí­lstjórana Ágústu og Stefán og þau ætla að keyra út á Kópasker uppúr kl 12:30, með viðkomu í­ Silfurstjörnunni. Það ætti að vera pláss fyrir alla nemendur með þeim. Einnig er trúlegt að einhverjir foreldrar fari á bí­l. Þegar komið er á Kópasker verður gengið í­ fyrirtækin og sungið. Að því­ loknu verður farið í­ í­þróttahúsið, farið í­ leiki og haft gaman saman. Gaman væri, ef þeir foreldrar sem tök hafa á, gætu verið með í­ fjörinu :-) Foreldrar verða að sjá um að sækja börnin, ekki seinna en kl. 16;00. Með kveðju, stjórn foreldrafélagsins:Eyrún, Eyrún Ösp, Guðrún Lilja Dam og Jón Ármann.

Tónleikar Tónlistarskólans verða þriðjudaginn 12. mars næstkomandi The musicschool will have it´s concert on the 12th of mars (Tuesday).

Tónleikar Tónlistarskólans verða þriðjudaginn 12. mars næstkomandi kl 17:30. The music school will have it´s concert on the 12th of mars (Tuesday) 17:30. Tónleikar Tónlistarskólans verða næstkomandi þriðjudag, 12. mars, í­ Lundi kl 17:30. Nánari upplýsingar sí­ðar.