Árshátíðarundirbúningur

Þessa dagana eru nemendur og starfsfólk önnum kafið við undirbúning árshátíðar skólans sem haldin verður næstkomandi fimmtudag 30.nóvember í Skúlagarði kl 17:00.
Í morgun voru æfingar, verið að undirbúa leikmynd og óhætt að segja að spenningur ríki.
Yngri deildin fékk áhorfendur frá leikskólanum sem voru hrifnir. 
Við hlökkum til að sjá sem flesta á fimmtudaginn í Skúlagarði!