20.09.2022
Í gær fórum við í vettvangsferð í tilefni af degi íslenskrar náttúru til Raufarhafnar í blíðskaparveðri.
22.08.2022
Öxarfjarðarskóli var settur í dag 22.ágúst.
02.06.2022
Þann 23.maí var Öxarfjarðarskóla slitið.
28.03.2022
Vorgleði Öxarfjarðarskóla - Betri heimabyggð
26.03.2022
Guðrún Sigríður Kristjánsdóttir fyrrum skólastjóri Öxarfjarðarskóla er látin. Hún var fædd 3.janúar árið 1956 og lést þann 23.mars síðastliðinn.
15.03.2022
Í gær kom Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi færandi hendi og færði skólanum gjöf frá Norðurþingi fyrir framúrskarandi árangur í grunnskólakeppni Samróms
09.02.2022
Fyrir jólin tóku 3.bekkingar á Íslandi þátt í eldvarnagetraun og í dag var okkur tilkynnt að Öxarfjarðarskóli ætti sigurvegara en það er hún Bóel Hildur!
07.02.2022
Skólahaldi í leik- og grunnskóla er aflýst í dag vegna veðurs.
27.01.2022
Þá er æsispennandi lestrarkeppni, Samróm, lokið og tilkynnt var um úrslitin í morgun kl. 11:00. Öxarfjarðarskóli sem hafði haft forystu um tíma hafnaði í 2.sæti í sínum flokki með stórkostlegum árangri. Lesnar setningar fyrir skólann voru 147.189 sem gera 5661 setningu á hvern nemanda. Keppnin var æsispennandi, mikil stemning og lesið var fram á síðustu mínútu en keppninni lauk kl.23.59 í gærkvöldi.
Við fengum aldeilis liðsauka úr nærsamfélaginu og reyndar víðar að. Við viljum koma á framfæri innilegu þakklæti við alla þá sem lögðu okkur lið með smáu jafnt sem stóru - TAKK!
Fyrir framúrskarandi árangur fáum við aukaverðlaun frá Samrómi.
24.01.2022
Yngri deildar nemendur fá tíma í vísindum einu sinni í viku þar sem þau velta því fyrir sér hvað vísindi séu og fá einnig að gera alls kyns tilraunir undir leiðsögn Christophs.