Föstudaginn 25.nóvember sl. héldu Grunnskóli Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóli sameiginlega árshátíð sem haldin var í Hnitbjörgum á Raufarhöfn. Sýndir voru tveir söngleikir, annars vegar Skilaboðaskjóðan sem 1.-5. bekkur lék auk 5 ára barna í leikskóladeildum og hins vegar Konungur ljónanna sem nemendur 6. -10. bekkja léku. Allir nemendur stóðu sig frábærlega, bæði í leik og söng. Vel var mætt á árshátíðina og í lokin var boðið upp á veisluhlaðborð sem svignaði undan kræsingum að hætti foreldrafélaga skólanna.