Kynning á fuglaverkefni

Fuglaverkefni
Fuglaverkefni

Miðvikudaginn 28. september kl.14:00 var haldin kynning á fuglaverkefni sem við höfum verið að vinna í­ sí­ðastliðnar vikur.  Þar með lokuðum við fyrstu lotu vetrarins. Lagt var upp með að nemendur kynntu hver fyrir öðrum, þ.e. yngri og eldri deild ásamt starfsfólki skólans og þeim foreldrum sem gátu mætt. 
í“hætt er að segja að verkefnin voru fjölbreytt og skemmtileg og var fólk almennt á því­ að nemendur hefðu staðið sig með miklum ágætum í­ að kynna verkefnin sí­n og eins hversu fjölbreytt sýningin var.  Nemendur voru með power point kynningar, quiz keppni, val um fallegasta fuglinn í­ Slido, minnisspil en ekki sí­st voru verk nemenda til sýnis en þeir höfðu valið sig í­ verklegu þema. Valið stóð um að smí­ða fuglahús, þæfa mynd af fugli og búa til fugl úr pappamassa. Allir sem komu á sýninguna fengu spurningablað í­ hendur þar sem fólk átti að finna svör og skila átti inn. Dregið var úr réttum svörum og fengu vinningshafar gjafabréf á Sölku og Eymundsson á Húsaví­k. Í lokin var boðið upp á kaffi og kökur. Allt voru þetta skemmtileg og flott verk en myndirnar hér frá deginum tala sí­nu máli. Við þökkum öllum þeim sem sáu sér fært að koma til okkar, kærlega fyrir komuna.