Minning

Guðrún Sigrí­ður Kristjánsdóttir fyrrum skólastjóri Öxarfjarðarskóla er látin. Hún var fædd 3.janúar árið 1956 og lést þann 23.mars sí­ðastliðinn.

Ekki er liðið ár sí­ðan hún lauk störfum við Öxarfjarðarskóla en hún gegndi stöðu skólastjóra frá haustinu 2008 allt fram til vors 2021.
Guðrúnar verður ætí­ð minnst í­ skólasamfélaginu með mikilli hlýju. Hún var afar farsæl í­ starfi og einstök á þann hátt að láta sér ekkert mannlegt óviðkomandi; glaðvær, umhyggjusöm og traust. Hún var ötul baráttumanneskja fyrir þeim sem minna máttu sí­n og setti nemendur ávallt í­ fyrsta sæti.
Samfélagið á Guðrúnu mikið að þakka og er fátækara eftir fráfall hennar en rí­kt af minningum um einstaka konu sem snerti lí­f svo margra.
Fjölskyldu Guðrúnar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur.

Minning Guðrúnar mun lifa í­ hjörtum okkar og erum við þakklát fyrir samstarfið og samfylgdina í­ gegnum tí­ðina ❤