26.10.2018
Undanfarnar vikur hefur yngsta stigið verið að kynna sér pláneturnar, geiminn og undur hans. Sett var upp ævintýraherbergi með stjörnum, plánetum o.fl. Nemendur settu sig í vísindagírinn fóru í hvíta búninga og skoðuðu gögn með varúð. Stórskemmtilegt verkefni. Stefna þær Vigdís og Jenny með leikrit úr Bláa hnettinum á árshátíð hjá yngsta stigi. Þannig að þemað heldur áfram.
26.10.2018
Undanfarnar vikur hefur yngsta stigið verið að kynna sér pláneturnar, geiminn og undur hans. Sett var upp ævintýraherbergi með stjörnum, plánetum o.fl. Nemendur settu sig í vísindagírinn fóru í hvíta búninga og skoðuðu gögn með varúð. Stórskemmtilegt verkefni. Stefna þær Vigdís og Jenny með leikrit úr Bláa hnettinum á árshátíð hjá yngsta stigi. Þannig að þemað heldur áfram.
26.10.2018
Á vegum Íþrótta- og tómstundasviðs er hafið félagsstarf fyrir 7.-9. bekk og 4.-5. bekk. Starfið verður á fimmtudögum frá kl 16:00 til ca 17:30, til skiptis fyrir hópana. Annan hvern fimmtudag fyrir unglingastig og annan hvern fimmtudag fyrir miðstig. Unglingastigið var með sinn dag í gær, fimmtudag, svo það er mistigið sem á næsta fimmtudag, 1. nóvember. Það er í“lafía Wium sem heldur utan um þetta starf.
26.10.2018
Skákmóti nemenda lauk í gær, fimmtudaginn 25. október. Allir nemendur tóku þátt og teflt var þvert á aldur, sem sýnir kjark nemenda að takast á við verkefnið og lítum við á það sem sigur nemendahópsins í heild. Að sjá þetta verkefni blómstra í frímínútum og aðrar lausar stundir, var stórkostlegt.
Þorsteinn Gísli Jónsson og Ásdís Einarsdóttir tókust á um 1. sætið. Eftir harða baráttu lauk skákinni með sigri Þorsteins Gísla og við óskum honum til hamingju með það.
Nú er hafið skákmót starfsmanna og við vonum að sem flestir taki þátt.
22.10.2018
Í dag vígðu nemendur unglingadeildar klifurvegginn sem settur var upp í íþróttahúsinu fyrir helgi.
19.10.2018
Kæru foreldrar/forráðamenn
Skákmót í Öxarfjarðarskóla þessa dagana:
Þessa dagana fer fram skákmót hér í Lundi, allar lausar stundir. Christoph setti þetta verkefni af stað og ferst það vel úr hendi. Það er unun að sjá nemendur á öllum aldri og einstaka starfsmann glíma við skák í frímínútum. Teflt verður til úrslita 😊
Langþráður klifurveggur kominn upp:
Þeir í“mar og Friðgeir eru búnir að setja upp klifurvegginn langaþráða í íþróttahúsinu og Conny og Kiddi alsæl með það. Íþrótta- og tómstundasviðið stendur að baki þessum búnaði. Hafa þarf í huga að gæta verður ýtrusu varúðar við notkun veggsins og ekki nema undir eftirliti fullorðinna.
Kynfræðingurinn Sigga Dögg:
Hjúkrunar- og kynfræðingurinn Sigga Dögg var með fræðslu fyrir unglingastigið á þriðjudaginn var, 16. október.
Unglingastigið á Þórshöfn í kvöld 19. október:
Það er alltaf eitthvað spennandi að gerast 😊 Unglingastigið er á leið á skemmtun á Þórshöfn í kvöld. Ágústa Ágústdóttir, Reistarnesi, heldur utan um hópinn og ekur honum á staðinn.
Kær kveðja,
Guðrún S. K.
21.03.2018
Kæru foreldrar/forráðamenn, nemendur, starfsfólk og aðrir velunnarar
Takk fyrir skemmtilega samveru á Vorfagnaði skólans og þann velvilja sem þið hafið sýnt okkur í tengslum við verkefnið. Eins alla þá vinnu sem af ósérhlífni var lögð var í verkefnið af foreldrum, nemendum og starfsfólki. Velunnarar í samfélaginu styrktu verkefnið með myndarbrag og hafi þeir þökk fyrir.
😊 Vorfagnaður gekk með eindæmum vel og við erum búin að heyra í foreldrum og velunnurum sem telja þetta vera orðinn einn helsta menningarviðburð samfélagssins hér. Vorfagnaður er fyrst og fremst verkefni unglingastigsins en hin stigin komu einnig að því á sinn hátt. Uppskera þemaviku kom sterkt inn. Sýning á afurðum var í myndmenntastofu, sýnd voru myndbönd sem nemendur höfðu gert og vöktu mikla athygli. Einnig var sýnt myndasaga um ferð unglinganna á Snartarstaðanúp og flutti fjórði bekkingur textann. Fróðleikur um um tilurð björgunarsveitanna var lesinn upp ásamt atburðum sem höfðu gerst og myndir frá Landsmótinu 1980 varpað upp á tjald. Tónlistaratriði voru á dagskrá og tóku 4. til 10 bekkur þátt þar. Haldin var tískusýning og auðvitað var þar um að ræða sýningu á þróun björgunarsveitafatnaðs og voru unglingarnir okkar eins og atvinnufólk á þessu sviði. Ljóð var lesið af 7. bekkingi, af krafti, um það hvernig bændur ættu að haga sér í göngum. Myndverk og myndir tengdar björgunarsveitarstarfi héngu á veggjum. Vélarmar, Voru til sýnis. Þjónustan hjá unglingunum var til fyrirmyndar og Víkingur og Linda höfðu orð á því hversu gott hefði verið að vinna með unglingunum. Mig langar að þakka ykkur öllum fyrir það hversu vel tókst til.
Kær kveðja,
Guðrún S. K.
09.03.2018
Vorfagnaður Öxarfjarðarskóla verður haldin 15. mars kl 19:00. Í boði verður þriggja rétta máltíð og skemmtiatriði. Jafnframt verður afrakstur þemaviku kynntur.Pantanir berist í síma 465-2244 eða á netfangið lundur@kopasker.is. Að þessu sinni var ákveðið að tengja við 90 ára afmæli Slysavarnafélagsins Landsbjargar - Verð: Fullorðnir 2.500, börn 6-16 ára 1.500. Böörn yngri en 6 ára, frítt. Ekki verður hægt að taka við kortum.
09.03.2018
Nú er þemaviku 2018 lokið, og ég ætla að stikla lauslega yfir hana:
Vélarmar:
Þá er þemaviku formlega lokið þó hluti hennar teygi sig inn í Vorfagnað skólans, einkum það sem snýr að Björgunarsveitarþema. Eins á ég von á að hluti uppskeru, eins og t.d. vélarmar sem ganga fyrir vökva, verði til sýnis á vorfagnaði. Mikil vinna og undirbúningur liggur á bak við þetta verk en tíu armar eru að verða til, þessu er ekki lokið. Héldu þeir Jónas, Christoph, Anka og Kiddi utan um þetta verkefni sem var hugsmíði Christophs.
Gengið á fjöll:
Kiddi og Christoph fóru með unglingastigið á fjöll. Að þessu sinni var gengið á Snartarstaðanúp. Allur hópurinn fór á toppinn og að auki fundu þau íshelli sem allir komust inn í. Spennandi!
Miðstig og Yngsta stig í björgunarsveitarkynningu:
Kiddi kom með kynningu á börgunarsveitarstarfi inn á miðstig og yngsta stig.
Yngsta stigið fékk að auki að prófa sigbúnað o.fl. Mikil gleði var hjá hópnum.
Borðskraut, skartgripir, myndasögur, myndverk ,myndbönd o.fl.:
Eins hefur orðið til borðskraut fyrir Vorfagnað skólans með logo björgunarsveita hjá nemendum, skartgripir, myndbönd hafa verið unnin og klippt með Vorfagnað í huga, myndasögur og myndverk hafa orðið til. Það má segja að unnið hafi verið með ritun með aðstoð tækninnar og einnig á hefðbundinn hátt. Þær María, Vigdís, Conny, Kristín í“sk og Anka héldu utan um þessi verkefni með nemendum. Unglingastigið stóð sig afar vel við að skapa og taka upp efni sem verður svo sýnt á Vorfagnaði. Það var ekki hjá því komist að æfingar fyrir Stóru upplestrarkeppninna, sem fór fram í gær, lituðu vikuna en við uppskárum líka vel.
Fjörug og fjölskrúðug íþróttakeppni var haldin og tóku allir þátt, nemenduur og starfsfólk. Skemmtileg nýbreytni sem mætti endurtaka öllum til ánægju. Mig langar til að þakka starfsfólki öllu og nemendum fyrir óeigingjarnt starf í þágu þemaviku. Þetta hefur verið annasöm vika en skemmtileg og eftirminnileg.
Kær kveðja,
Guðrún S. K.
08.03.2018
Í dag fimmtudaginn 8. mars var haldin upplestrarhátíð á Raufarhöfn og hlaut Öxarfjarðarskóli fyrsta sætið.
Ingibjörg Einarsdóttir, einn af frumkvöðlum Stóru upplestrarkeppninnar og fulltrúi radda, var að koma í 18. sinn til Raufarhafnar til þess m.a. að hvetja til lesturs. Það eru sjöundu bekkingar sem taka þátt í þessari keppni.
Hátíðin var haldin í Hnitbjörgum á Raufarhöfn og var vel sótt. Í hléi voru glæsilegar veitingar á vegum Kvenfélagsins á staðnum.
Þátttakendur voru fjórir talsins og komu frá Öxarfjarðarskóla, Grunnskólanum á Raufarhöfn og Grunnskólanum á Þórshöfn. Þetta var glæsilegur hópur sem stóð sig vel. Það er sigur út af fyrir sig að standa á sviði og flytja texta fyrir fullan sal af fólki. Í fyrstu umferð voru fluttar svipmyndir úr sögunni Strokubörnin á Skuggaskeri eftir Sigrúnu Eldjárn. Í annarri umferð lásu þátttakendur eitt ljóð eftir í“laf Jóhann Sigurðsson. Í þriðju umferð lásu þátttakendur svo ljóð algerlega að eigin vali.
Allir sjöundu bekkingar Öxarfjarðarskóla tóku þátt; Baldvin Einarsson og Erla Bernharðsdóttir tóku þátt í keppninni og stóðu sig firna vel. Nikolina Gryczewska flutti ljóð á pólsku eftir Nóbelsverðlaunahafann Wisława Szymborska, en árið 1996 fékk hún Nóbelsverðlaun m.a. fyrir þetta ljóð. Wisława Szymborska var mikill friðarsinni. Hópurinn stóð sig vel og ég er stolt af honum.
Ljóðið gerist í skrifuðum skógi þar sem skrifað dádýr fer um og drekkur úr skrifaðri lind. Veiðimenn hafa umkringt dýrið og beina byssum sínum að því, en þeir hafa gleymt því að skáldið og penninn ráða og geta stöðvað byssukúlurnar á miðri leið.
Í undirbúningi hátíðar tóku allir nemendur miðstigs Öxarfjarðarskóla, þátt.
Fræðslufulltrúi Norðurþings, Jón Höskuldsson sem stýrði hátíðinni, kom ásamt sveitarstjóra, Kristjáni Þór Magnússyni sem setti hátíðina áður en ungmennin kynntu sig og hófu lestur. Í upphafi hátíðar var tónlistaratriði sem Lorena Hagio, grunnskólanum á Raufarhöfn, flutti með aðstoð tónlistarkennarans, Reynis Gunnarssonar. Það var ánægjulegt að hlusta á nemendur flytja mismunandi texta og ljóð og allir nemendur fengu rós og viðurkenningu fyrir þátttöku.
það hefur eflaust verið vandasamt fyrir dómnefnd að velja í fyrsta sætið. Að þessu sinni voru eingöngu veitt ein verðlaun í ljósi fæðar nemenda sem tóku þátt, en þeir voru fjórir; Baldvin Einarsson og Erla Bernharðsdóttir, Öxarfjarðarskóla, Auðun Elí Steinþórsson, Grunnskólanum Raufarhöfn og Helga Björg Reimarsdóttir, Grunnskólanum Þórshöfn. Fyrsta sætið hlaut Erla Bernharðsdóttir, Öxarfjarðarskóla.
Kær kveðja,
Guðrún S. K.