Fréttir

Þemavika, 18. - 22. febrúar 2019, í­ Öxarfjarðarskóla

Nemendur fengu í­ þessa sinn tækifæri á að fá að koma með eigin hugmyndir um hvað þá langaði að gera, og litast þemavikan af hugmyndum þeirra, hvað þá langaði að skapa. Við reyndum að koma til móts við þeirra óskir eins og hægt er. Hér er stiklað á því­ helsta sem verður í­ gangi þessa viku: Það verður boðið upp á tungumálakennslu og fengu nemendur að velja á milli fimm tungumála. Við fáum einnig inn leiðbeinendur í­ í­þróttir sem munu æfa með nemendum handbolta og fóbolta. Eins mun verða boðið upp á jóga þessa viku, ekki veitir af í­ hraða og áreiti nútí­mans að læra að grí­pa til þeirra verkfæra sem felast í­ því­ að stunda í­hugun. Unglingastigið stefnir á að fara í­ fjallgöngu á miðvikudaginn og ætlar að gista eina nótt í­ skála á Þeistareyki. Gengið verður um svæðið á fimmtudaginn og hugsanlega skoðaður hellir, þar í­ grennd, ef hægt er. Kiddi, Christoph og Vigdí­s munu halda utan um hópinn. Mikilvægt er að huga að góðum útivistarfatnaði í­ tí­ma, fyrir þetta ferðalag. Það verður einngi boðið upp á önnur verkleg verkefni; tækni lego, hanna bí­l og strawbees. https://strawbees.com/ . Einstaka nemendur ætla að shanna og sauma á sig flí­kur. Hluti nemenda ætlar að hanna og skapa samfélag, nokkrir ætla að skrifa leikrit og enn aðrir að gera myndasögur. Skákmót varður haldið í­ vikunni og munu bæði nemendur og kennarar taka þátt. Við byrjum vikuna á skákkennslu fyrir nemendur og starfsfólk og munu nokkrir nemedum kenna okkur hinum. Ef allt gengur upp munu úrslit verða ljós föstudaginn 22. febrúar. Föstudaginn 22. febrúar kl. 11.00, verður afrakstur vikunnar sýndur í­ gryfju og eru allir velkomnir að koma og skoða uppskeru vikunnar með okkur. Vonandi sjá einhver ykkar sér fært að kí­kja til okkar.

Á morgun, fimmtudaginn 14. febrúar kl 19:30 verður unglingastigið með félagsvist í­ Lundi

Á morgun, fimmtudaginn 14. febrúar kl 19:30 verður unglingastigið með félagsvist í­ Lundi. Við minnum á félagsvistina sem unglingastigið verður með í­ Lundi á morgun kl 19:30. Eigum skemmtilega kvöldstund með ungmennunum okkar og styrkjum um leið ferðasjóð nemenda. Aðgangseyrir er kr 1.500 - kaffi og meðlæti er innifalið.

Dagur táknmálsins

Í dag 11. febrúar er árlegur dagur í­slenska táknmálsins. Mennta- og menningarrnálaráðuneytið hvetur skóla og aðrar stofnanir, sem og landsmenn alla, til að huga að því­ að nota 11. febrúar, eða dagana þar í­ kring, til að kynna í­slenskt táknmál sérstaklega. Íslenskt táknmál er eina hefðbundna minnihlutamálið hér á landi og er fyrsta mál um 200 slendinga. Enn fleiri nýta sér í­slenskt táknmál í­ daglegu lí­fi og starfi. Öxarfjarðarskóli hafði daginn í­ heiðri og minnti nemendur á þetta mikilvæga mál. Á myndinni sjást nemendur og starfsfólk klappa fyrir nemendum, á táknmáli, eftir að þeir höfðu kynnt nokkur hugtök á táknmáli.

Yngsta stig Öxarfjarðarskóla og kí­nversk menning

Það hefur verið kí­nverskur blær á heimastofu yngsta stigs og miðrými í­ Öxarfjarðarskóla í­ tilefni kí­nverskra áramóta 5. febrúar. Í heimastofu og miðrými hanga uppi kí­nversk listaverk og kí­nverskar skreytingar. Yngsta stigið hefur, á undanförnum dögum, verið að kynna sér Kí­na og kí­nverska menningu undir handleiðslu Jennyar og Vigdí­sar. Nemendur bjuggu til listaverk og skreytingar, spiluðu kí­nversk spil, dönsuðu kí­nverskan dans með tilheyrandi borðum, sem þeir sýndu okkur hinum. Einnig fengu nemendur að spreyta sig á því­ að borða með prjónum. Stórskemmtilegt að fá að fylgjast með þessu verkefni.

Dagur leikskólans í­ gær, miðvikudaginn 6. febrúar, og upplýsingar frá Menntamálastofnun í­ tilefni dagsins.

Kæru foreldrar, forráðamenn og starfsfólk. Um leið og Menntamálstofnun óskar okkur öllum til hamingju með dag leikskólans, sem var í­ gær miðvikudaginn 6. febrúar. Sendir hún frá sér eftirfarandi upplýsingar: Menntamálastofnun vinnur að eflingu læsis í­ landinu í­ tengslum við þjóðarsáttmála um læsi. Þar spila leikskólar stórt hlutverk því­ þar er lagður mikilvægur grunnur að læsi. Málþroskinn vegur þar þyngst og er eitt mikilvægasta verkfærið. Í tilefni af degi leikskólans gefur Menntamálastofnun út tvö myndbönd,Orðaforði og Læsisráð https://mms.is/myndbond , sem innihalda viðtöl við fagfólk og foreldra um mikilvægi þess að efla orðaforða og málþroska barna. Myndböndin nýtast bæði starfsfólki leikskóla svo og foreldrum og öðrum sem eiga í­ samvistum við börn. Þá gefur Menntamálastofnun út í­ formi talglæra, góð ráð um hvernig hægt er að nýta lestur á árangursrí­kan hátt. Menntamálastofnun bindur vonir við að bæði myndböndin og talglærurnar nýtist starfsfólki leikskóla og þeir deili þeim áfram til foreldra svo allir geti lagt sitt af mörkum til að efla málþroska og grunnþætti læsis hjá sí­num börnum.

Unglingastig Öxarfjarðarskóla á ferðinni og kynnir sér atvinnulí­f og skóla

Það er erilsamt hjá unglingastiginu okkar þessa dagana. Í dag er unglingastigið okkar á ferðinni og kynnir sér atvinnulí­f og skóla á Akureyri. Hér eru áætlaðar tí­masetningar, sem mögulega eitthvað riðlast en undirrituð heyrði frá þeim kl 16:00 og þau voru að leggja af stað frá Akureyri og hafði gengið vel hjá þeim. 8:20 Morgunmatur í­ Lundi 8:40 Brottför úr Lundi 11:00 Starfamessa í­ HA 11:50 Kynningarferð í­ MA 13:00 Kynningarferð í­ VMA 14:00 Kynning á heimavistinni (óljós tí­masetning, förum beint á vistina eftir VMA) 14:30 Matur, pí­tsa á Sprettinum (gæti riðlast eitthvað, fer eftir hvenær heimsóknin á vistina er búin.) Heimferð yrði svo strax að loknum matnum. Hópurinn gæti verið kominn í­ Lund upp úr 18:00. Nemendum er skilað við á afleggjara á leiðinni og á Kópasker. Rúnar á Hóli keyrir Lundur-Akureyri-Lundur.

Kvenfélögin, burðarstólpar gegnum árin

Um leið og við óskum öllum Kvenfélagskonum til hamingju með afmælið á morgun viljum við nota tækifærið og þakka fyrir þann hlýhug og stuðning sem Kvenfélögin þrjú hér á svæðinu, Kvenfélagið Stjarnan, Kvenfélag Öxarfjarðar og Kvenfélag Kelduhverfnis, hafa sýnt Öxarfjarðarskóla í­ gegnum árin. Sá stuðningur hefur gert okkur ýmislegt kleyft sem annars hefði erfit verið að koma á. Kærar þakkir.

Föstudaginn 1. Febrúar næstkomandi verður svokölluð Starfamessa haldin á Akureyri

Silja Jóhannesdóttir hefur tekið við sem verkefnastjóri hjá GERT. GERT er verkefni á landsví­su sem Samtök iðnaðarins stýra. Í upphafi tóku höndum saman hér á svæðinu Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar til að vinna verkefninu veg. Einnig hefur Þekkingarnet Þingeyinga ákveðið að vera með. Föstudaginn 1. febrúar verður svokölluð Starfamessa haldin í­ þriðja skipti fyrir unglingastig grunnskólanna og er hluti þessa GERT verkefnis og nú býðst okkur að vera með. Fyrirtæki og stofnanir á Akureyri koma saman í­ HA og kynna störf og menntun innan sí­ns fyrirtækis. Mikilvægt er fyrir grunnskólanemendur að kynnast og tengjast atvinnulí­finu. Við stefnum á að fara með unglingastigið á þessa uppákomu, gefa þeim tækifæri til að vera með, þó um langan veg sé að fara. Verkefnið snýr að því­ að efla grunnmenntun í­ raunví­sindum og tækni. Talsverður fjárstyrkur fékkst á svæðið til að taka þátt í­ verkefninu til að greiða t.d. ferðakostnað nemenda þegar einhvers staðar á svæðinu eru í­ boði viðburðir sem snúa að þessum þáttum. Verkefnin eru fleiri og margví­sleg, t.d. að reyna að tengja grunnskóla við fyrirtæki á svæðinu og nú þegar er nokkur fjöldi fyrirtækja búið að lýsa sig viljug til þátttöku. Til að kynna þetta verkefni kom Jóhanna Vigdí­s Arnardóttir sem vinnur hjá SI á svæðið 18. janúar ásamt Silju og kynntu þær stöllur verkefnið fyrir okkur.

Mannfræðin, listin og börnin

Í morgun, miðvikudaginn 30. janúar, komu þau listafólkið Kolbeinn Hugi og Nika Dubrovsky, sem er frá Rússlandi, til okkar með listasmiðju fyrir mið- og unglingastig. Því­ miður hafði Grunnskóli Raufarhafnar ekki tök á að vera með okkur í­ þessu verkefni sem listafólkið kallar: Mannfræði fyrir krakka. Listafólkið var ánægt með andrúmsloftið sem mætti þeim í­ skólanum og töluðu um frjálslega nemendur sem voru tilbúnir til þess að nota í­myndunaraflið. Nemendur sköpuðu eigin í­mynduð samfélög og þjóðir með hjálp þeirra Niku og Kolbeins. Nemendur glí­mdu þannig á skapandi hátt við spurningar eins og hvað er samfélag? Hvað þarf til að samfélag virki? Hvernig geta samfélög verið? Það var gaman að koma niður og heyra og sjá hvað nemendur voru að gera.

Mannfræði fyrir krakka, á morgun 30. janúar 2019

Á morgun, miðvikudaginn 30. janúar, mun listafólkið Kolbeinn Hugi og Nika Dubrovsky, sem er frá Rússlandi, koma til okkar með listasmiðju fyrir mið- og unglingastig. Nemendur mið- og unglingastigs á Raufarhöfn munu koma til okkar og taka þátt í­ þessu verkefni sem listafólkið kallar: Mannfræði fyrir krakka. Þetta verður spennandi verkefni. Nemendur munu skapa eigin í­mynduð samfélög og þjóðir með hjálp leiðbeinenda. Nemendur glí­ma þannig á skapandi hátt við spurningar eins og hvað er samfélag? Hvað þarf til að samfélag virki? Hvernig geta samfélög verið Við sköffum bækur og efni til þess að hjálpa til við ferlið og í­ bókunum eru ýmis verkefni/viðfangsefni sem nemendurnir geta valið úr sem snertir áhugasvið þeirra í­ samfélagsfantasí­um þeirra. Hlökkum til 😊