Nemendur fengu í þessa sinn tækifæri á að fá að koma með eigin hugmyndir um hvað þá langaði að gera, og litast þemavikan af hugmyndum þeirra, hvað þá langaði að skapa. Við reyndum að koma til móts við þeirra óskir eins og hægt er.
 Hér er stiklað á því helsta sem verður í gangi þessa viku:
Það verður boðið upp á tungumálakennslu og fengu nemendur að velja á milli fimm tungumála.Â
 Við fáum einnig inn leiðbeinendur í íþróttir sem munu æfa með nemendum handbolta og fóbolta. Eins mun verða boðið upp á jóga þessa viku, ekki veitir af í hraða og áreiti nútímans að læra að grípa til þeirra verkfæra sem felast í því að stunda íhugun.Â
 Unglingastigið stefnir á að fara í fjallgöngu á miðvikudaginn og ætlar að gista eina nótt í skála á Þeistareyki. Gengið verður um svæðið á fimmtudaginn og hugsanlega skoðaður hellir, þar í grennd, ef hægt er. Kiddi, Christoph og Vigdís munu halda utan um hópinn. Mikilvægt er að huga að góðum útivistarfatnaði í tíma, fyrir þetta ferðalag.Â
 Það verður einngi boðið upp á önnur verkleg verkefni; tækni lego, hanna bíl og strawbees.  https://strawbees.com/ . Einstaka nemendur ætla að shanna og sauma á sig flíkur.
 Hluti nemenda ætlar að hanna og skapa samfélag, nokkrir ætla að skrifa leikrit og enn aðrir að gera myndasögur.
 Skákmót varður haldið í vikunni og munu bæði nemendur og kennarar taka þátt. Við byrjum vikuna á skákkennslu fyrir nemendur og starfsfólk og munu nokkrir nemedum kenna okkur hinum. Ef allt gengur upp munu úrslit verða ljós  föstudaginn 22. febrúar. Föstudaginn 22. febrúar kl. 11.00, verður afrakstur vikunnar sýndur í gryfju og eru allir velkomnir að koma og skoða uppskeru vikunnar með okkur. Vonandi sjá einhver ykkar sér fært að kíkja til okkar.