Yngsta stig Öxarfjarðarskóla og kí­nversk menning

Það hefur verið kí­nverskur blær á heimastofu yngsta stigs og miðrými í­ Öxarfjarðarskóla í­ tilefni kí­nverskra áramóta 5. febrúar. Í heimastofu og miðrými hanga uppi kí­nversk listaverk og kí­nverskar skreytingar. Yngsta stigið hefur, á undanförnum dögum, verið að kynna sér Kí­na og kí­nverska menningu undir handleiðslu Jennyar og Vigdí­sar.

Nemendur bjuggu til listaverk og skreytingar, spiluðu kí­nversk spil, dönsuðu kí­nverskan dans með tilheyrandi borðum, sem þeir sýndu okkur hinum. Einnig fengu nemendur að spreyta sig á því­ að borða með prjónum. Stórskemmtilegt að fá að fylgjast með þessu verkefni.