Það hefur verið kínverskur blær á heimastofu yngsta stigs og miðrými í Öxarfjarðarskóla í tilefni kínverskra áramóta 5. febrúar. Í heimastofu og miðrými hanga uppi kínversk listaverk og kínverskar skreytingar. Yngsta stigið hefur, á undanförnum dögum, verið að kynna sér Kína og kínverska menningu undir handleiðslu Jennyar og Vigdísar.
Nemendur bjuggu til listaverk og skreytingar, spiluðu kínversk spil, dönsuðu kínverskan dans með tilheyrandi borðum, sem þeir sýndu okkur hinum. Einnig fengu nemendur að spreyta sig á því að borða með prjónum. Stórskemmtilegt að fá að fylgjast með þessu verkefni.