Fréttir

Búnaðarsamband Norður- Þingeyinga færði okkur Byggðasögu Norður- Þingeyinga að, gjöf.

Í dag, þriðjudaginn 10. maí­, færði Stefán Leifur Rögnvaldsson Öxarfjarðarskóla bókina Land og fólk, byggðasögu Norður- Þingeyinga, að gjöf frá Búnaðarsambandi Norður- Þingeyinga. Gaman að fá þennan fróðleik í­ hús og við kunnum Búnaðarsambandi Norður- Þingeyinga bestu þakkir fyrir.

Bleikja í­ boði Silfurstjörnunnar í­ dag 9. maí­ 2016

Kæru foreldrar/forráðamenn Bleikja í­ boði Silfurstjörnunnar í­ dag 9. maí­ 2016 Þegar Olga Gí­sladóttir, fyrir hönd Silfurstjörnunnar, hafði samband við matráð, Huldu Hörn og bauð skólanum okkar bleikju í­ matinn, var það þegið með þökkum. Bleikjan rann ljúflega niður í­ hádeginu og við kunnum Silfurstjörnunni bestu þakkir fyrir. Kær kveðja, Guðrún S. K.

Samvera 6. bekkinga í­ Öxarfjarðarsskóla, Borgarhólsskóla, Reykjarhlí­ðarskóla og Grunnskólanum á Raufarhöfn

Á morgun, þriðjudaginn 26. aprí­l ætla 6. bekkingar í­ Öxarfjarðarsskóla, Borgarhólsskóla, Reykjarhlí­ðarskóla og Grunnskólanum á Raufarhöfn að sameinast og kynna sér jarðhræringar í­ tengslum við eldgos og tengingar náttúruafla á svæðinu við goðafræði. Eitt af markmiðum er að flétta saman skemmtun og nám og vera með hópavinnu. Við skoðum Heimskautsgerðið við Raufarhöfn, Skjálftasetrið á Kópaskeri og Gljúfrastofu. Gist verður í­ í­þróttahúsinu í­ Lundi og að sjálfsögðu kvöldvaka o.fl. skemmtilegt á döfinni þar. Hulda og Laufey ætla að sjá um að taka vel á móti ferðalöngunum þegar þeir skila sér í­ hús og sjá um kaffi og kvöldmat. Veg og vanda af skipulagi hefur verið í­ höndum Jónu Kristí­nar í­ Borgarhólsskóla en hún hefur svo verið í­ samráði við kennara í­ viðkomandi skólum. Lotta og Anka munu fylgja okkar nemendum eftir.

Sí­ðasti vetrardagur og sumardagurinn fyrsti

Í dag 20. aprí­l er sí­ðasti vetrardagur. Þær stöllur í­ eldhúsinu ákváðu að gera okkur dagamun í­ tilefni dagsins og voru með rjómatertur, sannkallaðar hnallþórur, í­ kaffití­manum. Það var lí­flegt í­ húsinu í­ dag. Við nutum samveru við Grunnskólann á Raufarhöfn og eins voru fulltrúi skólaþjónustu og heilsugæslu í­ húsinu. Ég minni á sumardaginn fyrsta, sem er frí­dagur, og er á morgun fimmtudaginn 21. aprí­l.

Árshátí­ð

Þakka ykkur öllum fyrir ánægjulega samveru á árshátí­ð sem tókst skí­nandi vel.

Árshátí­ð

Árshátí­ð Öxarfjarðarskóla verður í­ Skúlagarði fimmtudaginn 14. aprí­l klukkan 19:30. Einnig er stefnt á aukasýningu sunnudaginn 17. aprí­l klukkan 15.

Gleðilega páska

Páskafrí­ hjá grunnskóladeild er hafið og skólabí­lar hættir að ganga en leikskóladeildir eru opnar samkvæmt venju, en foreldrar sem nýtt hafa skólabí­linn þurfa að gera aðrar ráðstafanir varðandi akstur. Kennsla hefst aftur þann 29. mars samkvæmt stundatöflu.

Breyting á dagsetningu árshátí­ðar með tilliti til tæknimanns, árshátí­ðin verður 14. aprí­l.

Stefnt er á að árshátí­ð Öxarfjarðarskóla verði fimmtudaginn 14. aprí­l næstkomandi. Við urðum að flytja árshátí­ðina aftur um einn dag, á 14. aprí­l, vegna þess að tæknimaðurinn okkar er ekki á svæðinu þann 15. Á árshátí­ðinni verður leikritið Ronja, eftir Astrid Lindgren, sýnt. Eins og búið er að koma fram urðum við að fresta árshátí­ðinni vegna veikinda margra nemenda en nú erum við búin að dagsetja hana enn á ný með möguleika á aukasýningu þann 17.

Stefnt er á að árshátí­ð Öxarfjarðarskóla verði þann 15. aprí­l næstkomandi

Stefnt er á að árshátí­ð Öxarfjarðarskóla verði þann 15. aprí­l næstkomandi. Á árshátí­ðinni verður leikritið Ronja, eftir Astrid Lindgren, sýnt. Eins og búið er að koma fram urðum við að fresta árshátí­ðinni vegna veikinda margra nemenda en nú erum við búin að dagsetja hana upp á nýtt þann 15. aprí­l með möguleika á aukasýningu þann 17.

Meira um burðarstólpa

Björgunarsveitirnar okkar gegna grí­ðarlega stóru hlutverki og er borið uppi af sjálfboðaliðum. Björgunarsveitirnar taka þátt í­ björgun, leit og gæslu og leitar löggæslan til björgunarsveitanna þegar aðstæður sem þessar koma upp og þær koma með mannskap sinn og búnað. Björgunarsveitirnar vinna ómetanlegt starf í­ þágu almannaheilla í­ samvinnu við stjórnvöld og hafa bjargað ófáum mannslí­fum. Félagasamtök sem kvenfélögin okkar og björgunarsveitirnar eru samfélaginu okkar ómetanleg. Á myndinni má sjá félaga í­ Björgunarsveitinni Núpum í­ Öxarfirði og Stefáni úr Mývatnssveit í­ Dettifossútkalli.