Fréttir

Enginn titill

Tápmiklir strákar úr Öxarfirði á Meistaramóti Íslands í­ frjálsum 15-22 ára

Ömmu- og afa-, frænku- og frænda- og foreldrakaffi í­ Leikskóladeild Öxarfjarðarskóla, Lundi.

Kæru foreldrar/forráðamenn Þriðdaginn 21. febrúar 2017 var boðað til ömmu- og afa-, frænku- og frænda- og foreldrakaffi í­ Leikskóladeild Öxarfjarðarskóla, Lundi. Börnin tóku á móti gestum og leiddu þá að glæsilegri myndlistarsýningu leikskólabarna. Sí­ðan var boðið upp á söngtónleika sem leikskólabörnin héldu, flutt var 8 lög. Gestirnir fengu kaffi og góðar veitingar sem matráðarnir okkar, Hulda Hörn og Laufey Halla, sáu um. Glatt var á hjalla, spjallað og hlegið. Gestir voru 28, þar af 5 sem komu frá Húsaví­k. Þetta var ánægju- og gleðistund. Kærar þakkir til ykkar allra! Bestu kveðjur frá starfsfólki leikskóladeildar Öxarfjarðarskóla, Lundi.

Uppbrotsvika í­ Öxarfjarðarskóla í­ febrúar 2017

Það er mikilvægt að brjóta upp á skólastarf öðru hverju. Þessa viku, vikuna 13.-17. febrúar var lögð áhersla á verklega þætti og hreyfingu. Nemendum var skipt í­ hópa þvert á aldur við hluta verkefna.

Þemavika 13.-17 fébrúar

Næsta vika 13.-17. febrúar er þemavika/uppbrotsvika Þessa viku verður lögð áhersla á verklega þætti og hreyfingu. Það verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá; Christoph verður með ví­sindasmiðju, Kiddi verður með tæknismiðju. Saman ætla þeir félagar, Kiddi og Cristoph, að fara á fjöll með unglingadeildina og í­ þetta skiptið er stefnan tekin á Sauðafell ofan við Fjöll í­ Kelduhverfi. Foreldrar fá bréf sent varðandi klæðnað og búnað. Lotta og Vigdí­s verða með leirbrennslu. Jenny og Anka ætla að vinna með nemendum endurvinnslulistaverk, spennandi :-), því­ margt fellur til. Conný, Reynir og Magnea Dröfn bjóða upp á heilsurækt. Unglingadeild er boðið upp á lí­kamsgreiningar, heilsuræktar upplýsingar og styrktarpróf . Magnea Dröfn býður upp á dans fyrir þau yngri og Trausti kemur með taekwondo, fyrir alla aldurshópa frá Húsaví­k.

Bleikja í­ matinn á fimmtudaginn var, þann 9. febrúar

Á fimmtudaginn var, þann 9. febrúar færði Olga okkur bleikju í­ matinn frá silfurstjörnunni og voru henni gerð góð skil, enda mesta góðgæti. Það er ómetanlegt að fá svona stuðning frá fyrirtækjum og samtökum í­ samfélaginu. Við kunnum Silfurstörnunni bestu þakkir fyrir.

Bókagjöf Kvenfélags Keldhverfinga til Öxarfjarðarskóla

Öxarfjarðarskóla barst kærkomin gjöf frá Kvenfélagi Keldhverfinga, nýjar vel valdar bækur á öll stig. Það er mikilvægt að endurnýja inn í­ bókakostinn en ekki alltaf mikið svigrúm fyrir skólann að gera það og við þökkum Kvenfélagi Keldhverfinga kærlega fyrir. Kvenfélögin okkar þrjú hér í­ Öxarfirðihafa lagt sig fram um að bæta búnað skólans og er það þeim að þakka að nú er kominn skjávarpi í­ stofur allra stiga grunnskóladeildar. Sá sí­ðasti var settur upp nýlega og mikil ánægja með það. Þetta auðveldar okkur að nýta stafrænt námsefni fyrir nemendur.

Gleðileg jól!

Litlu jólin voru haldin í­ dag í­ Öxarfjarðarskóla og fóru fram með hefðbundnu sniði.

Litlu jólin þann 20. desember - Heimferð þann dag frá Lundi um kl 16:30

Litlu jólin verða með hefðbundnu sniði. Það verða lesnar jólasögur, skipst á kortum, farið í­ pakkapúkk (gott væri að pakkarnir skiluðu sér á morgun, mánudag). Í hádeginu munu þær Hulda og Laufey framreiða hátí­ðamat og allir setjast saman, í­ hátí­ðaskapi, og njóta stundarinnar. Um klukka 14:00 verður jólatrésskemmtun. Við syngjum og dönsum kringum jólatréð og aldrei að vita nema að við fáum óvænta gesti. Boðið verður upp á kaffi og smákökur. Allir velkomnir. 21. desember - Jólafrí­!! Skóli hefst aftur þann 3. Janúar á hefðbundnum tí­ma.

Sýning var á hand- og myndverkum nemenda

Sýning var á hand- og myndverkum nemenda á undan Tónleikunum 13. desember. Sannkölluð listahátí­ð það kvöld.

Að kvöldi, þann 13. desember, voru jólatónleikar Tónlistarskólans í­ Öxarfjarðarskóla.

Jólatónleikar Tónlistarskólans voru haldnir þann 13. desember og tókust feikna vel. Margir sigrar unnir og það er meira en að segja það að standa á sviði og skila af sér jafn góðum flutningi og nemendur Tónlistarskólans gerðu þetta kvöld.