04.11.2014
Leikskóladeildir Öxarfjarðarskóla ætla að bjóða upp á ömmu- og afakaffi mánudaginn 10. nóvember. Ömmu- og afakaffi er kl. 14:30 í Lundi en kl. 15:00 á Kópaskeri. Ef afi eða amma komast ekki, eru góðir vinir eða frændfólk velkomið í heimsókn.
Starfsfólk og nemendur leikskóladeilda hlakka til að sjá ykkur.
17.10.2014
Heil og sæl öll!
Í dag hefst landsátak í lestri Allir lesa og Öxarfjarðarskóli hefur skráð sig meðal keppenda. Um er að ræða tímabilið frá 17. október til 16. nóvember. Nemendur eiga að skrá hjá sér hversu lengi þeir lesa á hverjum degi og ég sé síðan um að skrá tímann fyrir skólann í heild. Best er að skrá hjá sér í hvert sinn sem lesið er og taka síðan saman heildartíma fyrir hvern dag.
Við biðjum foreldra að hvetja börn sín áfram í lestri og taka þátt af fullum hug. Að sjálfsögðu eru hljóðbækur líka skráðar sem lestur og einnig ef foreldrar lesa fyrir börn sín. Hægt er að skrá smærri hópa í þetta landsátak og geta fjölskyldur, vinnuhópar, vinahópar eða lestrarhópar tekið sig saman og skráð sig til þátttöku. Nánari upplýsingar má finna á vefnum www.allirlesa.is og jafnvel skrá sig ef fólk hefur áhuga.
Með lestrarkveðju,
Hrund
29.09.2014
10 bekkur ásamt umsjónarkennara fer á kynningu í boði FSH, á mánudaginn kemur, sem býður þeim upp á kynningu og í mat. Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband við Christoph í skólanum eða á christoph@volundur.is
Þessi dagur er orðinn svolítið flókinn, en allt er hægt að leysa með góðum vilja.
Kristján Ingi mun sjá um unglingadeildina, þ.e. 8.-9. bekk, þennan dag.
Kær kveðja,
Guðrún S. K.
29.09.2014
Leikskóladeildir eftir sem áður opnar.
Sífellt eru gerðar meiri kröfur um endurmenntun á öllum skólastigum og fer leikskólafólkið mitt á námskeiðið Stig af stigi, sem verður á Akureyri þennan dag. Leikskóladeildir starfa samkvæmt venju. Í Lundi verða það þær Ann- Charlotte, Conny og Jenny sem ætla að manna leikskóladeildina. Þetta eru konur sem leikskólabörnin þekkja vel. Conny starfar með deildinni í hverri viku. Við stefnum líka á að fá góða konu úr grennd (þær hafa nokkrar verið í afleysingum á leikskóladeild) til að koma þennan dag og vera með okkur. Við hin, í grunnskóladeild tökum á okkur aukin verkefni þennan dag svo af þessu geti orðið. Á Kópaskeri ætlar María Kristín ásamt Fríðu Halldórs að standa vaktina svo þær Áslaug Svava og Kristín í“sk geti sótt námskeiðið. Kveðja,
GSK
29.09.2014
Starfsdagur í grunnskóladeild föstudaginn 3. október næstkomandi
Ég minni á starfsdag kennara samkvæmt skóladagatali þann 3. október næstkomandi. Þá er enginn skóli fyrir grunnskóladeild, þar af leiðandi enginn skólaakstur og foreldrar leikskólabarna þurfa að gera aðrar ráðstafanir. Leikskóladeildir, báðar, starfa samkvæmt venju þennan dag.
Kveðja,
GSK
29.09.2014
Félagsstarf
Á föstudaginn kemur, þann 3. október, hefst félagsstarf 8.-10. bekkjar sem verður í umsjá Connýar. Hér fyrir neðan eru upplýsingar (innihald) frá Conný sem hefur verið svo væn að leggja þessu mikilvæga starfi lið, einu sinni enn, og er það í samstarfi við tómstunda- og æskulýðssvið:
kveðja,
Guðrún S. K.
22.08.2014
Öxarfjarðarskóli var settur í dag klukkan 17. Í skólanum í vetur verða 33 nemendur við grunnskólann, 10 nemendur í leikskóladeild í Lundi og 2 nemendur til að byrja með í leikskóladeild á Kópaskeri.
10.07.2014
Slysavarnafélagið Landsbjörg gefur endurskinsvesti, veisla leikskólabarna og eldri borgara og sumarlokun 11. júlí til 18. ágúst.
23.05.2014
Skólaslit Öxarfjarðarskóla fóru fram í gær.
22.05.2014
Miðvikudaginn 7. maí komu starfsmenn saman og kvöddu Lisu McMaster, tónlistarkennara með pomp og pragt og að sjálfsögðu var saminn bragur henni til heiðurs. Lisa er á leið heim til Bretlands að þessu skólaári loknu og munum við sakna hennar úr starfi með okkur.
GSK