Öskudagur
Öskudag ber upp á miðvikudaginn 10. febrúar n.k. Foreldrafélagið mun líkt og undanfarin ár, bjóða upp á dagskrá fyrir grunnskólabörnin þann dag eftir hádegi. Að afloknum hádegisverði í skólanum munu þau sem vilja fá far með rútunni út eftir til Kópaskers. og syngja fyrir starfsfólk fyrirtækja þar. Á leiðinni verður komið við í Silfurstjörnunni. Eftir söngferðalagið verður farið í leiki í íþróttahúsinu (Pakkhúsinu). Foreldrar eru beðnir að sækja börn sín kl. 16.00. Leikskólabörn eru velkomin í hópinn en verða þá að vera í fylgd foreldra/ forráðamanna.Â
Börnin fá leyfi úr grunnskólanum eftir hádegið. Fararstjórar sönghóps verða Guðrún Lilja s. 866 29 22, Guðrún Jónsdóttir s. 842 43 62 og Hildur Sigurðar s.865 0293