Fréttir

Ferðalag 1. - 7. bekkjar laugardaginn 7. mars

1.- 7. bekkur fór í­ skólaferðalag. Farið var í­ leikhús, á Lí­su í­ Undralandi, í­ Safnahúsið á Húsaví­k og pí­tsum voru gerð góð skil. Ferðalagið gekk vel og nemendur til fyrirmyndar.

Körfubolti föstudaginn 6. mars

Bekkjarkvöld var hjá 1.-7. bekk föstudaginn 6. mars og fléttaðist dagurinn saman við körfuboltaæfingar því­ þjálfari, Áslaug, kom frá Húsaví­k og var boðið upp á æfingar fyrir 5.-10.bekk.

Þemavika í­ febrúar

Þemavika í­ febrúar tókst vel Unnið var með gamla mælieiningar, glí­ma undir stjórn Daða Lange, gengið var á Smjörhólsfjall, lesnar sögur og frásagnir frá liðinni tí­ð o.fl.

Tónkví­sl 28. febrúar

Þann 28. febrúar fóru 7.-10. bekkur á Tónkví­sl á Laugum. Ferðin tókst einstaklega vel og nemendur til fyrirmyndar að sögn umsjónarfólks; Hrundar, Vigdí­sar og Rúnars.

Litlu jólin í­ Lundi á morgun fimmtudaginn 18. des. kl. 16:30

Kæru foreldrar/forráðamenn Litlu jólin á morgun, fimmtudaginn 18. desember, og skólabí­lar fara örlí­tið seinna frá Lundi, heim eða kl. 16:15. Litlu jólin í­ Öxarfjarðarskóla eru á morgun 18. desember. Grunnskóladeildin ásamt leikskóladeildunum báðum sameinast í­ Lundi. Það verða lesnar jólasögur, dansað kringum jóltréð og við setjumst öll saman að veisluborði í­ hádeginu. Skólabí­larnir fara örlí­tið seinna af stað heim eða um kl. 16:15 þannig að börnin koma heim seinna sem því­ nemur. Kær kveðja, Guðrún S. K.

Tónleikar í­ Öxarfjarðarskóla, Lundi kl. 17:30

Kæru foreldrar/forráðmenn Tónleikar í­ Lundi kl. 17:30 Ég minni á tónleika Tónlistarskólans í­ kvöld, miðvikudaginn 17. desember kl 17:30. Kær kveðja, Guðrún S. K.

Jólatréssölu Þjóðgarðsins flýtt um einn dag og verður á morgun, laugardaginn 13. des.

Kæru foreldrar/forráðamenn/nemendur og starfsfólk. Jólatréssala Þjóðgarðsins var fyrirhuguð á sunnudaginn en deginum verður flýtt vegna vondrar spár. Ákveðið hefur verið að flýta þessari uppákomu og hafa hana á laugardaginn 13. desember millli 11:00 og 16:00. Bestu kveðjur, Guðrún S. K. og Guðrún Jónsdóttir

Föndurdagur á morgun, 9. desember

Föndurdagur á morgun 9. desember Við minnum á föndurdaginn okkar á morgun og í­trekum að foreldrar, systkini, afar og ömmur eru velkomin. Heitt verður á könnunni. Ef einhverjir eiga gömul jólakort, eða framhliðar þeirra, væri vel þegið að fá þau til jólakortagerðar. kv, GSK

Foreldrafundur á morgun, fimmtudaginn 27. nóvember, og rýmingaráætlun Öxarfjarðarskóla

Kæru foreldrar/forráðamenn Foreldrafundur á morgun, fimmtudaginn 27. nóvember kl. 19:30 Undirrituð hefur fengið fyrirspurn um gildi rýmingaráætlunar Öxarfjarðarskóla ef bregðast þyrfti við með stuttum fyrirvara vegna goss undir jökli með fyrirsjáanlegum afleiðingum, flóði og ösku. Þetta verður tekið til umræðu á fundinum annað kvöld og ætlar Grí­mur, slökkviliðsstjórinn okkar að mæta á fundinn annað kvöld. Boðið verður upp á kaffi og piparkökur. Kær kveðja, Guðrún S. K.

Verkfall tónlistarkennara leyst :-)

Kæru foreldrar/forráðamenn Tónlistarkennarar búnir að semja: Verkfall tónlistarkennara er leyst og við reiknum með þeim til starfa á morgun miðvikudaginn 26. nóvember. Svo það er um að gera að hafa hljóðfærin og nóturnar með í­ skólann á morgun. Kær kveðja, Guðrún S. K.