Skólaslit Öxarfjarðarskóla voru í dag.
Í þetta skiptið voru útskrifaðir 4 nemendur úr 10. bekk. Það voru þau Birgir Garðarsson, Hlynur Aðalsteinsson, Myriam Martin Pulido og Úlfur Saraphat Þórarinsson. Það er alltaf eftirsjá af góðum nemendum og óskum við þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Starfsmenn sem eru að láta af störfum voru kvaddir. Ásta Magnúsdóttir er að fara í fulla kennslu við Borgarhólsskóla, Elsa Ramirez var ráðin tímabundið inn í stuðningskennslu í vetur og er því verkefni nú lokið. Einnig verða þær Conny Spandau og Jenny Please í fæðingarorlofi stóran hluta næsta vetrar.
Elísabeth afhenti nemendum úr leikskólavali viðurkenningarspjöld fyrir þeirra góðu vinnu.
Umsjónarkennarar söfnuðu svo sínum nemendum inn í heimastofur til að afhenda þeim vitnisburðarblöð og kveðja.
Að lokum var boðið upp á kaffi og meðlæti í matsal.