Sundkennsla, endurskinsvesti o.fl.

  

Sundkennsla:
Conny stefnir á að hefja sundkennslu strax eftir páska þ.e. þriðjudaginn 7.apríl og þess vegna viljum við minna á sundföt en líka íþróttaföt því stundum er laugin of köld og þá þarf breyta áætluninni.

Föstudagurinn 27.mars er síðasti kennsludagur fyrir páska og kennsla hefst aftur skv stundaskrá þriðjudaginn 7.apríl.

Endurskinsvesti:
Nú er ekki lengur þörf á endurskinsvestum og þær Fljóða og Gulla eru farnar að safna þeim saman. Einhver vesti leynast ennþá á einhverjum heimilum og langar okkur að fá þau sem fyrst í skólann.