Fréttir

Sund fellur niður það sem eftir er þessarar viku

Sund fellur niður í­ dag, 19. mars, vegna þess að laugin er allt of köld. Að öllum lí­kindum verður ekki heldur sund á morgun, fimmtudag. Erfitt er að halda lauginni heitri ef eitthvað er að veðri s.s. mikil ofankoma, skafrenningur, vindur og kuldi. Vatnið er að koma til okkar 4 gráðum kaldara en vanalega og hefur það sitt að segja. Þannig að vð stefnum á í­þróttahús það sem eftir er þessarar viku. kv, GSK

Leikskólabörnin fóru í­ Gljúfrastofu

Við brugðum undir okkur betri fætinum og skruppum í­ heimsókn í­ Gljúfrastofu. Þar tók Lotta á móti okkur og krakkarnir fengu að skoða og fikta . Þau skemmtu sér hið besta í­ þessu fallega og fræðandi umhverfi.

Árshátí­ð verður 10. aprí­l

Ég minni aftur á breytta dagsetningu árshátí­ðar. Verið er að æfa Dýrin í­ Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner. Vegna ákveðinna aðstæðna, hjá bæði nemendum og starfsfólki, verður árshátí­ðin okkar flutt til um einn dag. Árshátí­ðin verður fimmtudaginn 10. aprí­l í­ stað þess 11. Vonandi kemur það ekki að sök. Kveðja, GSK

Breytt dagsetning sunds - Stefnt er á sund 17. mars

Sund byrjar ekki fyrr en 17. mars Conny stefnir á að byrja sundkennslu grunnskólanemenda miðvikudaginn 17. mars og ætlar Friðgeir að vera okkur innanhandar í­ þeim efnum. Því­ miður getum við ekki byrjað fyrr vegna ákveðinna aðstæðna. Við stefnum einnig á, í­ samráði við Kristí­nu, að leikskólabörn komist einnig í­ sund, en reynum að velja stað og stund upp á veður og hita að gera. Kveðja, GSK

Þemaviku, Öxarfjarðarskóla, lýkur með sýningu föstudaginn 28. febrúar

Stefnt er á að sýningin fari að rúlla um kl. 10:30 og standi til kl. 12:00. Foreldrar, afar, ömmur og áhugasamir eru velkomnir á sýninguna. Kaffi verður á könnunni. Það á að sýna skartgripi, heimasmí­ðuð hljóðfæri, þæfða hluti, baðsölt og varasalva og flytja frumsamið tónverk. Myndir munu rúlla á skjávarpa af þeirri vinnu og þeim verkefnum sem fóru fram. Einnig af fjallgöngu, glí­mu og jóga. Skemmtilegri og lærdómsrí­kri þemaviku er að nú ljúka. í­ gær, miðvikudag, komu þeir feðgar og glí­mukóngar, Eyþór Pétursson og Einar frá Baldursheimi og kenndu nemendum undirstöðuatriði í­ glí­mu. Tekist var á eftir settum reglum og höfðu allir gaman af. Gaman að nemendur skyldu hafa kost á því­ að kynna sér þessa gömlu og þjóðlegu í­þrótt hjá þessum sérfræðingum. Það er mikilvægt að þekkja sí­nar rætur þá stendur maður betur í­ fæturna. Það hefur verið gleði í­ húsinu og nemendur, allir, staðið sig með prýði. Undirrituð er þakklát fyrir þá ósérhlí­fnu vinnu sem bæði starfsfólk, nemendur og einstakir foreldrar og fl., hafa lagt í­ þetta verkefni. Við eigum hæfileikrí­kt fólk hér áhverju strái. Ágústa Ágústdóttir var með jóga fyrir yngsta stig í­ gær, miðvikudag og mæltist það vel fyrir hjá börnunum og eins og ég hef áður sagt er ekki svo lí­tils virði að kunna þá tækni á þessum tí­mum hraða og mikils áreitis sem börn í­ dag fara ekki varhluta af. Um kvöldið fór svo stór hópur starfsmanna á námskeið í­ jóga hjá Ágústu. Í dag, fimmtudag verður annar tí­mi í­ jóga fyrir yngsta stig. Unglingadeildin gekk á Þverárhyrnu á þriðjudaginn og héldu þau Kiddi og Anka utan um hópinn. Ferðin var krefjandi og veður ekki eins og best varð á kosið, snjókoma og lí­tið skyggni og reyndi á nemendur en þeir báru sig vel þó sumir væru orðnir þreyttir í­ lokin. Búnaður ,sem mikilvægt er að kunna að fara með, var reyndur s.s. í­saxir, sigbúnaður o.fl. Það má segja að á ferð sem þessari lærir þú að takast á við sjálfan þig og erfiðar aðstæður án þess gefast upp. Skólastjóri heilsaði upp á hópinn daginn eftir og var hann ánægður, bar sig vel og tilbúinn að fara aftur. Einn nemendi sagði að þetta hefði verið hressandi og sí­ðar um daginn glí­mdi þessi hópur af krafti og eldstu börn leikskólans fylgdustmeð. Flottur og jákvæður hópur sem ég hitti í­ smí­ðastofu. Kveðja, GSK

Nánari upplýsingar um í­þróttabúðir í­ Lundi, 28. febrúar

Hér koma nánari upplýsingar frá Conny varðandi í­þróttabúðir, í­ Lundi 28. febrúar. Fótboltaþjálfari frá Húsaví­k kemur. Conny hvetur foreldra og forráðamenn til að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna.

Árshátí­ð Öxarfjarðarskóla verður 10. aprí­l

Einhver tí­mi fer í­ leikæfingar, í­ þemaviku, enda stutt í­ árshátí­ð. verið er að æfa Dýrin í­ Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner. Vegna ákveðinna aðstæðna, hjá bæði nemendum og starfsfólki, verður árshátí­ðin okkar flutt til um einn dag. Árshátí­ðin verður fimmtudaginn 10. aprí­l í­ stað þess 11. Vonandi kemur það ekki að sök. Kveðja, GSK

Sundnámskeið á vorönn

Conny stefnir á að byrja sundkennslu grunnskólanemenda miðvikudaginn 12. mars og ætlar Friðgeir að vera okkur innanhandar í­ þeim efnum. Við stefnum einnig á, í­ samráði við Kristí­nu, að leikskólabörn komist einnig í­ sund, en reynum að velja stað og stund upp á veður og hita að gera. Kveðja, GSK

Þemavika 24.-28. febrúar í­ Öxarfjarðarskóla

Þemavika 24.-28. febrúar Þessa dagana stendur yfir þemavika. Hrund sendi heim breyttar stundarskrár fyrir helgi sem skiluðu sér af einhverjum ástæðum gegnum kerfið en ættu að hafa skila sér núna. Búið var að kanna hug nemenda í­ þessum efnum og óskuðu þeir eftir að áhersla yrði lög á verklegar greinar og í­þróttir og höfum við lagt okkur fram um að koma til móts við óskir þeirra. Í dag, 24. febrúar voru nemendur m.a. að þæfa ull og til urðu selir, uglur, fuglar apar o.fl. eins og fyrir töfra á tiltölulega stuttum tí­ma. Það voru þær Anka, Aðalbjörg og Jenny sem héldu utan um það starf. Einnig verða gerðir skartgripir m.a. úr perlum og roði undir stjórn þeirra stallna. Í kjallaranum eru að verða heimatilbúin hljóðfæri sem unnin eru undir stjórn Vigdí­sar, Fljóðu og Gullu. Gugga, Guðrí­ður Baldvinsdóttir, kom og kenndi börnunum að búa til baðsalt, varasalva og fleira. Við eigum hæfileikafólk á hverju strái ef við bara lí­tum í­ kringum okkur þarf ekki alltaf að leita langt yfir skammt. Fjallganga verður á morgun þriðjudaginn 25. febrúar hjá unglingadeild, mikilvægt að nemendur komi vel búnir. Gengið verður á Þverárhyrnu og munu þau Kiddi og Anka halda utan um hópinn með aðstoð Haffa á Gilsbakka. Framundan er ýmislegt spennandi. Íþróttir verða á sí­num stað á stundarskrá og á miðvikudaginn kemur Eyþór Pétursson frá Baldursheimi ásamt syni sí­num og ætlar að kenna nemendum í­slenska glí­mu. Gaman að nemendur skuli hafa kost á því­ að kynna sér þessa gömlu og þjóðlegur í­þrótt hjá þessum sérfræðingum. Jóga - Ágústa Ágústdóttir, jógakennari, kemur með námskeið inn á yngsta stig á miðvikudag og fimmtudag. Ekki svo lí­tils virði að kunna þá tækni á þessum tí­mum hraða og mikils áreitis sem börn í­ dag fara ekki varhluta af. Þeir félagar Kiddi og Tryggvi verða með málmsmí­ði og grunnatriði rafsuðu fyrir unglingastig á miðvikudag. Í málmsmí­ði verða m.a. gerðir skartgripir úr tini. Á fimmtudag fær miðdeild að prófa að gera skartgripi úr tini og verða það Kiddi og Aðalbjörg sem halda utan um það starf. Einnig verða gerðir skartgripir m. Kveðja, GSK

Fimmtudaginn 13. febrúar var samvera nemenda í­ Öxarfjarðarskóla og Nemenda Grunnskólans á Raufarhöfn í­ Lundi

Fimmtudaginn 13. febrúar var mikið um að vera í­ Öxarfjarðarskóla. Okkur til mikillar ánægju var Grunnskólinn á Raufarhöfn með okkur þennan dag. Bæði starfsfólk og leik- og grunnskólanemendur. Dagurinn var einstaklega ánægjulegur. Nemendur voru saman í­ kennslustundum en einnig var brotin upp stundarskrá og nemendum gafst tækifæri til leikja, spjalls o. fl. Um kvöldið, kl. 18:00 var svo forkeppni Nótunnar. Kveðja, GSK