Fréttir

íšti- og náttúruleikir

Alli og Stella á Ví­kingavatni komu hér í­ skólann sí­ðast liðinn fimmtudag. Þau eru að vinna að fræðsluverkefniefni, þar sem meðal annars eru teknir fyrir útileikir/náttúruleikir sem börn og foreldrar geta lagt stund á saman. Þau hyggja á að gefa efnið út í­ lí­tilli bók og vantaði að fá að prufa leikina og ljósmynda nemendur við leikinn. Þau fengu hverja deild grunnskólans í­ um klukkustund fyrir sig út í­ leiki. Þótt blautt væri var ekki annað að sjá en að nemendur skemmtu sér vel úti í­ haustlitunum.

Gjöf frá Kvenfélagi Keldhverfinga

Í dag var skólanum færð höfðingleg gjöf frá Kvenfélagi Keldhverfinga.

Lengd viðvera hefst 18. september

Lengd viðvera er nú að hefjast. Við minnum á að skólabí­larnir fara seinna þá daga, það er þriðjudaga til fimmtudaga. Bí­larnir fara frá skólanum upp úr kl. 16.

Sigursæl á Laugamóti

Nemendur Öxarfjarðarskóla áttu góðan dag á grunnskólamóti á Laugum á föstudaginn. Krakkarnir fóru af stað einbeitt í­ því­ að vinna stuðningsbikarinn og höfðu m.a. búið til fána og ennisbönd í­ þeim tilgangi. Enda var bikarinn þeirra í­ lok mótsins. Í stigakeppninni urðum við í­ jöfn Mývetningum í­ 2.-3. sæti en Litlu-Laugaskóli vann mótið. Í einstökum greinum unnu stelpurnar okkar körfuboltann, Addi vann vann bæði kúluvarp og langstökk og að öllu leyti stóðu nemendur okkar sig með sóma.

Myndbandasamkeppni forvarnadagsins

Forvarnadagur forsetans var haldinn í­ sjötta sinn nú í­ haust. Í þetta sinn voru framhaldsskólarnir með í­ verkefninu og haldin var stuttmyndasamkeppni þar sem nemendur framhaldsskólanna og 10. bekkingum var boðið að taka þátt. Alls bárust um 60 myndbönd í­ keppnina og hér eru þau þrjú sem valin voru sigurstranglegust. Þau voru kynnt á Bessastöðum í­ sí­ðasta mánuði. Smellið á "lesa meira" til að sjá slóðir á myndböndin.

Litlu jól

Litlu jól Öxarfjarðarskóla verða haldin með hefðbundnu sniði fimmtudaginn 15. desember. Byrjað verður að dansa í­ kringum jólatréð klukkan 14 og verður dansað til klukkan 16. Allir sem áhuga hafa á að vera með okkur þessa stund eru hjartanlega velkomnir

Fjáröflun

Unglingadeildin er að selja ýmsar vörur til fjáröflunar fyrir skólaferðalagi í­ vor. Það sem er í­ boði er 500 gr af súkkulaðihjúpuðum lakkrí­s frá Freyju, 500 gr af hlaupi, jólapappí­r, 4 rúllur, skrautstjörnur og borðar og kertapakki sem inniheldur 4 löng, rauð kerti, 50 sprittkerti og 1 útikerti. Lakkrí­sinn og hlaupið koma í­ jólalegum pokum, tilvalið fyrir jólin. Hafið samband í­ skólann ef þið hafið áhuga og ykkur verður færð varan við fyrsta hentugleika. Smellið á lesa meira til að sjá myndir og verð.

Kveikt á jólatrénu

Á fimmtudaginn, þann 1. desember var kveikt á jólatrénu í­ Lundi. Þegar skólabí­larnir komu um morguninn fóru allir að trénu. Þar voru sungin nokkur jólalög í­ ní­standi frosti og ljósin tendruð. Tréð er hið fallegasta með hví­tum ljósum.

Nýtt útlit á vef skólans

Eins og fólk hefur trúlega tekið eftir er vefur skólans kominn aftur í­ gagnið með nýju útliti. Hann lá tí­mabundið niðri vegna smávægilegrar bilunar þegar verið var að skipta um útlit. Flest gögn og annað sem var á gamla vefnum hefur flust yfir á þann nýja. í†tlunin er að með þessu nýja formi séu upplýsingar aðgengilegri og fljótlegra sé að finna það sem leitað er að. Búast má við því­ að það taki einhvern tí­ma áður en endanlegt útlit verður komið á vefinn en í­ grunninn verður hann með þessu sniði. Undir flipana efst flokkast efni eftir því­ hverju það tengist.

Skólasetning

Þessa dagana eru starfsmenn skólans að undirbúa skólabyrjun. Skólasetning Öxarfjarðarskóla verður miðvikudaginn 24. ágúst, kl. 17:30.