Fréttakorn Öxarfjarðarskóla
Nú heilsar fréttabréf nr. 2 á þessu ári og kominn tími til!
Ýmislegt hefur á daga okkar drifið að undanförnu og ætlum við að gera því nokkur skil í hér að neðan
Nú heilsar fréttabréf nr. 2 á þessu ári og kominn tími til!
Ýmislegt hefur á daga okkar drifið að undanförnu og ætlum við að gera því nokkur skil í hér að neðan
Gleðilegt nýtt ár 2009!
Nú eru liðnar rúmar tvær vikur af nýju skólaári og starfsfólk og nemendur koma jákvæðir til leiks og tilbúnir að takast á við verkefni nýrrar annar.
Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á stundatöflum nemenda, mest þó í miðdeild þar sem Ann-Charlotte er farin í barneignarfrí. Inga Fanney hefur nú tekið við miðdeildinni á móti Þorsteini sem er umsjónarkennari þeirra og hefur Þorsteinn einnig tekið við íþróttakennslu í 5.-10 bekk, ásamt Conny sem hefur umsjón með yngri deild.
Í unglingadeild fá nemendur eftirleiðis vikuáætlun í íslensku sem þeir eiga að inna af hendi í skólanum og vera búnir að ljúka í vikulokin.