Í dag og í gær fór meirihluti
unglingadeildar í göngferðir upp á fjöll í nágrenni skólans í fylgd fjögurra starfsmanna.
Veðrið lék við hópinn báða dagana og gerði þetta að ógleymanlegri upplifun.
Krakkarnir stóðu sig allir ótrúlega vel í þessum ferðum og einstaklega ánægjulegt að sjá hvað þau höfðu gaman af þessu. Þau geta verið stolt af sér yfir góðum árangri og persónulegum sigrum.
Smellið á lesa meira til að sjá ferðasöguna.
Í síðustu
viku, þann 8. febrúar blótuðu nemendur leikskóladeildar á Kópaskeri Þorra. Krökkunum fannst þetta mjög spennandi og voru dugleg
að prófa. Sumum þótti til dæmis hákarlinn algjört sælgæti.
Í dag komu góðir
gestir færandi hendi til okkar í skólann. Það voru þau Guðrún Erla Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Orkuveitu
Húsavíkur, og Bergur Elías sveitarstjóri. Þau afhentu öllum nemendum endurskinsmerki frá orkuveitunni og um leið afhenti Guðrún Erla
nöfnu sinni Guðrúnu skólastjóra 100.000 kr peningagjöf frá orkuveitunni.
Þetta var höfðingleg gjöf sem við erum afar þakklát fyrir. Peningunum verður ráðstafað í kaup á búnaði sem mun koma nemendum til góða.
Á morgun, fimmtudaginn 16. desember verða
litlu jólin haldin í skólanum. Þetta verður um leið aðaljólaballið hér á svæðinu okkar þetta árið fyrir
öll börn skólasvæðisins einnig þau sem eru ekki í leik- eða grunnskólanum. Öðrum áhugasömum er velkomið að mæta,
hvort sem eru foreldrar, afar og ömmur, systkini og hverjum öðrum sem vilja gleðjast með börnunum og dansa í kringum jólatré. Heyrst hefur að
við getum jafnvel átt von á sveinum ofan af fjöllum.
Kaffi og smákökur verða í boði.
Skemmtunin hefst um kl 14:30 og stendur til kl 16.
Í dag var tekið smá forskot á jólastemninguna hér í skólanum. Sú skemmtilega hefð hefur skapast hér síðustu árin að halda upp á Lúsíudaginn að sænskum sið. Það var með Önnu Englund og hennar börnum sem þessi venja komst á hér. Það var hún Lotta Englund sem hafði veg og vanda að Lúsíuhátíðinni þetta árið ásamt áhugasömum nemendum, en Bryndís Edda var sjálf Lúsía.
Eftir morgunmat komu allir saman í gryfju og sungu 5-6 jólalög undir harmoníkuundirleik Björns Leifssonar en á meðan undirbjó Lotta Lúsíuhópinn. Hópurinn kom svo fram og söng hefðbundin Lúsíulög og útdeildu saffranbrauðum.
Eftir hádegi var svo föndurstund hjá okkur. Það voru nokkrar föndurstöðvar sem nemendur gátu farið á milli, jólakortagerð, kransagerð, ullarþæfing og kertagerð. Foreldrar og aðrir ættingjar voru velkomnir eins og áður og voru nokkrir sem nýttu sér að koma og eiga föndurstund með börnunum.
Upplýsingar um Lúsíuhátíðina af jólavefnum
Smá fróðleikur og textar á sænsku, norsku og dönsku af vef Norræna félagsins
Við viljum minna á haustgleði nemenda sem halda á fimmtudaginn 28. október.
Glæsilegur matur og skemmtiatriði.
Pantanir í síma 4652244 til kl 12 föstudaginn 22. okt. eða á netfangið lundur@kopasker.is
17 ára og eldri 2500kr
Börn á grunnskólaaldri 1000 kr
Frítt fyrir börn yngri en 6 ára
Í sumar og haust hefur
verið unnið að endurbbótum á aðstöðu leikskóladeildar í Lundi. Byggt var andyri við innganginn og handmenntastofa færð svo nú
er leikskólinn í tveimur aðliggjandi stofum sem innangengt er á milli. Nýtt salerni var sett upp í eldri aðstöðu leikskólans og gluggi
settur á milli stofa. Í andyri er nú aðstaða til að geyma vagna og þar er einnig þurrkskápur svo hægt sé að þurrka blaut
föt.
Langþráð girðing er nú komin utan við leikskólann svo nú er sleppa yngstu börnum lausum án þess að eiga á hættu að týna þeim út í skóg. Innan þessarar girðingar er sandkassi og önnur leikaðstaða.
Þriðjudaginn 29.september tóku nemendur Öxarfjarðarskóla
þátt í Norrænaskólahlaupinu. Í boði voru þrjár vegalengdir, 2,5km, 5km og 10km. Voru það 41 nemandi úr grunnskólanum
og 2 úr leikskólanum sem tóku þátt. Krakkarnir fengu hið besta veður til að hlaupa í og stóðu sig með prýði. Krakkarnir
hlupu í heildina 172,5 km eða rúmlega vegalengdin héðan úr Lundi og inn á Akureyri.
ÞH