Litlu jól

Á morgun, fimmtudaginn 16. desember verða litlu jólin haldin í skólanum. Þetta verður um leið aðaljólaballið hér á svæðinu okkar þetta árið fyrir öll börn skólasvæðisins einnig þau sem eru ekki í leik- eða grunnskólanum. Öðrum áhugasömum er velkomið að mæta, hvort sem eru foreldrar, afar og ömmur, systkini og hverjum öðrum sem vilja gleðjast með börnunum og dansa í kringum jólatré. Heyrst hefur að við getum jafnvel átt von á sveinum ofan af fjöllum.

Kaffi og smákökur verða í boði.

Skemmtunin hefst um kl 14:30 og stendur til kl 16.