Fréttir

Benjamí­n Dúfa - þemaverkefni yngri deildar

Í haust hefur yngri deild í Lundi (1.-3. bekkur) unnið skemmtilegt þemaverkefni upp úr bókinni um Benjamín Dúfu.
Hér segir frá viðburðaríku sumri í litlu hverfi. Þegar hrekkjusvínið Helgi svarti fremur enn eitt illvirkið akveða fjórir vinir að taka höndum saman, stofna Reglu Rauða drekans og hefja baráttu gegn ranglæti heimsins.
Þeir Róland Dreki, Andrés Örn, Baldur Hvíti og Benjamín Dúfa hafa nóg fyrir stafni og um tíma er lífið eitt óslitið ævintýri.
En brestir koma í vináttuna, ævintýrið hættir skyndilega og kaldur raunveruleikinn ryðst af hörku inn í líf þeirra.
Komið var á samvinnu milli handmenntakennara og umsjónarkennara og unnu börnin skemmtilega mynd úr þæfðri ull, sem var mikil vinna en skemmtileg.
Myndin er af þeim fyrrnefndum félögum fjórum í riddarabúningum.Þegar lestri bókarinnar var lokið var horft á bíómyndina.
Mynd Bjarteyjar er úr atriði þar sem Helgi Svarti og Stína fína aðalpían úr hverfinu eru uppi í herbergi Helga og eru að kyssast, þegar regla rauða drekans ryðst upp brunastigann með brunaslönguna og sprautar á þau.
Myndir Bensa og Úlfs eru af því þegar Regla rauða drekans og svarta fjöðrin eru að berjast. Mynd Hilmirs: Þar æfa þeir sig að berjast innan reglu rauða drekans.
Mynd Hlyns er af Helga svarta og Stínu fínu þar sem þau kyssast.
 
Bókmenntagagnrýni 1.-3. bekkjar:
Þeim fannst hún: leyndardómsfull, gleðilegar stundir, flottir búningar, sorgleg, spennandi og skemmtileg.
 
                                                          Bestu kveðjur úr Yngri deild.
                                                               Vigdís Sigvarðardóttir.

Menningarhátí­ð

Nemendur skólans léku stórt hlutverk á menningardeginum á Kópaskeri þan 1. desember. Fjórir nemendur lásu upp ljóð, nemendur unglingadeildar fluttu tvö söngatriði úr leikritinu sem þau eru að æfa og ætla að sýna rétt fyrir jólaleyfi. Nemendur tónlistarskólans fluttu nokkur lög og önnur skólahljómsveitin spilaði tvö lög. Öll stóðu þau sig vel og voru skóla sínum til sóma eins og alltaf.
Í lokin komu jólasveinar í heimsókn yngstu börnunum til (mis)mikillar gleði og var mikil aðsókn að þeim.

Kveikt á jólatrénu í­ Lundi

Í gærmorgun voru ljósin tendruð á jólatrénu sem að venju er staðsett utan við skólahúsið í Lundi. Svo vel hittist á að allir nemendur skólans voru samankomnir í Lundi þar sem 1. til 6. bekkur var á leið í skólaferðalag upp í Mývatnssveit.

Nemendur söfnuðust saman við tréð að loknum morgunmat og var þá enn vel rökkvað eins og sjá má á myndunum. Sungið var jólalag og að því loknu voru ljósin tendruð.

Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfu.

Glæsilegur árangur í­ spurningakeppni

Okkar fólk íhugult á svipFramhaldsskólinn á Húsavík stóð í dag fyrir spurningakeppni fyrir grunnskólana í Þingeyjarsýslum. Þetta var liður í undirbúningi liðs þeirra fyrir Gettu betur keppnina og var undirbúnigur að mestu í höndum keppnisliðs FSH. Til keppni mættu 6 lið frá fimm skólum; tvö frá Borgarhólsskóla, úr Mývatnssveit, frá Raufarhöfn og Þórshöfn og úr Öxarfjarðarskóla.

Hver einasti nemandi unglingadeildar Öxarfjarðarskóla fór með að styðja okkar lið, ásamt fjölmörgum kennurum og foreldrum.

Keppendur fyrir hönd Öxarfjarðarskóla voru Jóhanna Margrét úr 9. bekk og Aðalbjörn og Einar úr 10. bekk.

Helga Þorsteinsdóttir kveður

Í dag var síðasti starfsdagur Helgu Þorsteinsdóttur við Öxarfjarðarskóla. Helga og Ásgeir, maður hennar eru að flytjast búferlum í Borgarfjörð þar sem hann hefur fengið nýtt starf. Í tilefni af því efndi starfsfólk til kveðjuveislu fyrir Helgu á kennarafundi síðasta miðvikudag. Færðum við starfsfólkið henni bók um listakonuna Louisu Matthíasdóttur í kveðjugjöf.

Umsjónarnemendur Helgu, 8. bekkur færðu henni kort að kveðjuskini í dag sem þau höfðu föndrað sjálf með klippimyndum.

Við þökkum Helgu kærlega fyrir samstarfið á liðnum árum og óskum henni og Geira velfarnaðar á nýjum stað.

Fleiri myndir

Dagur í­slenskrar tungu

Undanfarin ár hefur16. nóvember verið haldin hátíðlegur í íslenskum skólum sem Dagur íslenskrar tungu. Ástæðan fyrir því að þessi dagur varð fyrir valinu er sú að þetta er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, eins ástsælasta skálds þjóðarinnar. Dagurinn í dag var sérstakur að auki þar sem Jónas átti 200 ára fæðingarafmæli.

Við í Öxarfjarðarskóla ákváðum að hafa íslenska málshætti og orðtök sem þema dagsins.
Í Lundi kom yngsta deildin fram og fluttu málshátt sem þau höfður teiknað mynd við. Miðdeildin kom fram og lásu örsögur sem þau höfðu samið út frá málsháttum. 8. bekkingar léku með látbragði ýmsa málshætti og orðtök. 9. bekkingar höfðu farið yfir og sett á veggspjald nokkur gullkorna Sverris Stormskers þar sem hann snýr út úr íslenskum málsháttum. 10 bekkingar útskýrðu muninn á málsháttum og orðtökum og síðan las hvert þeirra málshátt sem byrjaði á sama staf og nafn þeirra. Síðan fluttu nokkrir 10. bekkinga leikþátt við texta sem þau höfðu samið þar sem þau hrærðu saman ýmsum málsháttum og orðtökum. Huld sagði svo lítillega frá ástæðum þess að við höldum þennan dag hátíðlegan.
Nemendur unglingadeildar höfðu útbúið spjöld með málsháttum og skýringum sem búið var að plasta og hengja víða um skólann.

Á Kópaskeri var farið vítt og breitt. Kennarar kynntu, auk Jónasar Hallgrímssonar, Hallgrím Pétursson, uppruna íslenskrar tungu og það hversu ritmálið okkar hefur lítið breyst. Lesnar voru fyrir nemendur mannlýsingar til forna og nemendur giskuðu á kappann m.a. Gunnar á Hlíðarenda og Egil Skallagrímsson. Sungin voru íslensk lög af ýmsu tagi bæði gömul og ný við undirleik bæði gítars og píanós. Nemendur miðdeildar fóru á svið og lásu úr heilræðavísum Hallgríms Péturssonar.

Tónleikar á Kópaskeri

Djasskvartett ReykjavíkurNú er nýlokið frábærum tónleikum, þar sem Djasskvartett Reykjavíkur spiluðu fyrir nemendur, starfsfólk og nokkra foreldra skólans. Koma þeirra hingað er liður í verkefninu Tónlist fyrír alla. Tónlist fyrir alla er samstarfsverkefni á vegum ríkis og sveitarfélaga sem hefur staðið í um 15 ár. Tilgangur verkefnisins er að kynna íslenskum grunnskólabörnum ólíkar tegundir tónlistar sem þau njóta í flutningi frábærra íslenskra tónlistarmanna.

Tónleikarnir stóðu yfir í tæpa klukkustund og héldu tónlistarmennirnir áhorfendum við efnið allan tímann með líflegum flutningi og framkomu, auk þess sem áhorfendur sungu með í nokkrum lögum. Dagskráin var mjög skemmtileg hjá þeim og var ekki annað að heyra en almenn ánægja hafi verið með tónleikana, bæði hjá ungum sem öldnum.

Djasskvartett Reykjavíkur skipa þeir Sigurður Flosason, sem spilaði á saxófón ásamt því að kynna og leiða áhorfendur áfram á milli laga. Gunnlaugur Briem spilaði á trommur og slagverk, Tómas R. Einarsson spilaði á bassa og Eyþór Gunnarsson spilaði á píanó og bongótrommur.

Það var lista- og menningarsjóður Norðurþings sem bauð upp á tónleikana.

Myndir frá tónleikunum eru hér.

Framkoma okkar við aðra, lí­ðan og viðhorf

Þórhildur Sigurðardóttir sérkennsluráðgjafi hjá Fjölskylduþjónustu Þingeyinga kom þann 23. október sl. og flutti erindi um mikilvægi jákvæðs viðhorf til náms. Þar sem það hefur borið óvenju mikið á neikvæðum röddum til námsins innan nemendahópsins í haust, ákváðum við að fá Þórhildi til að vekja okkur til umhugsunar um hvað við starfsfólkið, foreldrar og nemendur getum gert til að byggja upp jákvæðni og áhuga til námsins og efla samstarf milli heimila og skóla. Okkur fannst tilvalið að hafa erindið í tengslum við námsefniskynningu skólans sem haldin var í Lundi. Þórhildur kom með marga góða punkta sem áttu fullt erindi til okkar allra sem komum að nemendum skólans. Það voru því dálítil vonbrigði að fleiri foreldrar skyldi ekki sjá sér fært að koma. Á eftir var skipt upp í litla umræðuhópa sem ræddu málin og skiluðu af sér punktum með helstu niðurstöðum sem Huld safnaði saman og ætlar að vélrita og senda á netfangalista skólans. Við fengum góðfúslegt leyfi Þórhildar til að fá glærurnar hennar og fylgja þær hér að neðan.

Glærur Þórhildar

Hrekkjavaka

Á föstudaginn var hrekkjavökupartý í Pakkhúsinu á vegum félagsmiðstöðvarinnar. Þar mættu furðuleg og óhugguleg kvikindi. Að sjálfsögðu var boðið upp á hið sívinsæla og ómissandi vampýrublóð sem ungir sem aldnir svolgruðu í sig. Annars er best að láta myndirnar tala sínu máli.

Haustgleði

Ke klædd samkvæmt hátískunniFimmtudagskvöldið sl. hélt Öxarfjarðarskóli haustgleði. Þetta er orðin árlegur viðburður, sem hófst með vorgleði en vegna ýmissa anna á vorin var ákveðið að flytja viðburðinn yfir á haustið. Það eru nemendur í unglingadeild ásamt 7. bekk sem bera hitann og þungann af undirbúningi og utanumhaldi á þessari skemmtun og er þetta liður í þeirra fjáröflun. Einnig hafa kennarar stutt duglega við bakið á þeim. 

Auglýsingum hefur verið dreift á póstburðarsvæðið frá Kelduhverfi og út á Sléttu og gaman að sjá hversu margir koma sem ekki eiga börn í skólanum. Þátttaka hefur vaxið á hverju ári og í ár var þéttsetinn matsalurinn í Lundi.