Fréttir

Helga Þorsteinsdóttir kveður

Í dag var síðasti starfsdagur Helgu Þorsteinsdóttur við Öxarfjarðarskóla. Helga og Ásgeir, maður hennar eru að flytjast búferlum í Borgarfjörð þar sem hann hefur fengið nýtt starf. Í tilefni af því efndi starfsfólk til kveðjuveislu fyrir Helgu á kennarafundi síðasta miðvikudag. Færðum við starfsfólkið henni bók um listakonuna Louisu Matthíasdóttur í kveðjugjöf.

Umsjónarnemendur Helgu, 8. bekkur færðu henni kort að kveðjuskini í dag sem þau höfðu föndrað sjálf með klippimyndum.

Við þökkum Helgu kærlega fyrir samstarfið á liðnum árum og óskum henni og Geira velfarnaðar á nýjum stað.

Fleiri myndir

Dagur í­slenskrar tungu

Undanfarin ár hefur16. nóvember verið haldin hátíðlegur í íslenskum skólum sem Dagur íslenskrar tungu. Ástæðan fyrir því að þessi dagur varð fyrir valinu er sú að þetta er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, eins ástsælasta skálds þjóðarinnar. Dagurinn í dag var sérstakur að auki þar sem Jónas átti 200 ára fæðingarafmæli.

Við í Öxarfjarðarskóla ákváðum að hafa íslenska málshætti og orðtök sem þema dagsins.
Í Lundi kom yngsta deildin fram og fluttu málshátt sem þau höfður teiknað mynd við. Miðdeildin kom fram og lásu örsögur sem þau höfðu samið út frá málsháttum. 8. bekkingar léku með látbragði ýmsa málshætti og orðtök. 9. bekkingar höfðu farið yfir og sett á veggspjald nokkur gullkorna Sverris Stormskers þar sem hann snýr út úr íslenskum málsháttum. 10 bekkingar útskýrðu muninn á málsháttum og orðtökum og síðan las hvert þeirra málshátt sem byrjaði á sama staf og nafn þeirra. Síðan fluttu nokkrir 10. bekkinga leikþátt við texta sem þau höfðu samið þar sem þau hrærðu saman ýmsum málsháttum og orðtökum. Huld sagði svo lítillega frá ástæðum þess að við höldum þennan dag hátíðlegan.
Nemendur unglingadeildar höfðu útbúið spjöld með málsháttum og skýringum sem búið var að plasta og hengja víða um skólann.

Á Kópaskeri var farið vítt og breitt. Kennarar kynntu, auk Jónasar Hallgrímssonar, Hallgrím Pétursson, uppruna íslenskrar tungu og það hversu ritmálið okkar hefur lítið breyst. Lesnar voru fyrir nemendur mannlýsingar til forna og nemendur giskuðu á kappann m.a. Gunnar á Hlíðarenda og Egil Skallagrímsson. Sungin voru íslensk lög af ýmsu tagi bæði gömul og ný við undirleik bæði gítars og píanós. Nemendur miðdeildar fóru á svið og lásu úr heilræðavísum Hallgríms Péturssonar.

Tónleikar á Kópaskeri

Djasskvartett ReykjavíkurNú er nýlokið frábærum tónleikum, þar sem Djasskvartett Reykjavíkur spiluðu fyrir nemendur, starfsfólk og nokkra foreldra skólans. Koma þeirra hingað er liður í verkefninu Tónlist fyrír alla. Tónlist fyrir alla er samstarfsverkefni á vegum ríkis og sveitarfélaga sem hefur staðið í um 15 ár. Tilgangur verkefnisins er að kynna íslenskum grunnskólabörnum ólíkar tegundir tónlistar sem þau njóta í flutningi frábærra íslenskra tónlistarmanna.

Tónleikarnir stóðu yfir í tæpa klukkustund og héldu tónlistarmennirnir áhorfendum við efnið allan tímann með líflegum flutningi og framkomu, auk þess sem áhorfendur sungu með í nokkrum lögum. Dagskráin var mjög skemmtileg hjá þeim og var ekki annað að heyra en almenn ánægja hafi verið með tónleikana, bæði hjá ungum sem öldnum.

Djasskvartett Reykjavíkur skipa þeir Sigurður Flosason, sem spilaði á saxófón ásamt því að kynna og leiða áhorfendur áfram á milli laga. Gunnlaugur Briem spilaði á trommur og slagverk, Tómas R. Einarsson spilaði á bassa og Eyþór Gunnarsson spilaði á píanó og bongótrommur.

Það var lista- og menningarsjóður Norðurþings sem bauð upp á tónleikana.

Myndir frá tónleikunum eru hér.

Framkoma okkar við aðra, lí­ðan og viðhorf

Þórhildur Sigurðardóttir sérkennsluráðgjafi hjá Fjölskylduþjónustu Þingeyinga kom þann 23. október sl. og flutti erindi um mikilvægi jákvæðs viðhorf til náms. Þar sem það hefur borið óvenju mikið á neikvæðum röddum til námsins innan nemendahópsins í haust, ákváðum við að fá Þórhildi til að vekja okkur til umhugsunar um hvað við starfsfólkið, foreldrar og nemendur getum gert til að byggja upp jákvæðni og áhuga til námsins og efla samstarf milli heimila og skóla. Okkur fannst tilvalið að hafa erindið í tengslum við námsefniskynningu skólans sem haldin var í Lundi. Þórhildur kom með marga góða punkta sem áttu fullt erindi til okkar allra sem komum að nemendum skólans. Það voru því dálítil vonbrigði að fleiri foreldrar skyldi ekki sjá sér fært að koma. Á eftir var skipt upp í litla umræðuhópa sem ræddu málin og skiluðu af sér punktum með helstu niðurstöðum sem Huld safnaði saman og ætlar að vélrita og senda á netfangalista skólans. Við fengum góðfúslegt leyfi Þórhildar til að fá glærurnar hennar og fylgja þær hér að neðan.

Glærur Þórhildar

Hrekkjavaka

Á föstudaginn var hrekkjavökupartý í Pakkhúsinu á vegum félagsmiðstöðvarinnar. Þar mættu furðuleg og óhugguleg kvikindi. Að sjálfsögðu var boðið upp á hið sívinsæla og ómissandi vampýrublóð sem ungir sem aldnir svolgruðu í sig. Annars er best að láta myndirnar tala sínu máli.

Haustgleði

Ke klædd samkvæmt hátískunniFimmtudagskvöldið sl. hélt Öxarfjarðarskóli haustgleði. Þetta er orðin árlegur viðburður, sem hófst með vorgleði en vegna ýmissa anna á vorin var ákveðið að flytja viðburðinn yfir á haustið. Það eru nemendur í unglingadeild ásamt 7. bekk sem bera hitann og þungann af undirbúningi og utanumhaldi á þessari skemmtun og er þetta liður í þeirra fjáröflun. Einnig hafa kennarar stutt duglega við bakið á þeim. 

Auglýsingum hefur verið dreift á póstburðarsvæðið frá Kelduhverfi og út á Sléttu og gaman að sjá hversu margir koma sem ekki eiga börn í skólanum. Þátttaka hefur vaxið á hverju ári og í ár var þéttsetinn matsalurinn í Lundi. 

Samskólamót á Þórshöfn

Á föstudaginn var samskólamót skólanna hér í norðursýslunni haldið á Þórshöfn. Við fórum með nemendur úr 7. til 10. bekk á mótið og voru krakkarnir okkar að venju til fyrirmyndar og sjálfum sér og skólanum til sóma. Það er ekki erfitt að ferðast með þessum krökkum og gaman þegar það gengur svona vel.
Á Þórshöfn var keppt í fótbolta og Singstar. Við fórum með tvö stelpnalið og eitt strákalið. Eldri stelpurnar stóðu sig vel og unnu flesta leiki og hlutu bikar að launum. Í sigurliðinu voru þær Perla, Silja, Gríma, Ke og Jóhanna. Við áttum líka sigurvegarann í Singstar, en það var Margrét Sylvía og fékk hún nýjasta Singstar diskinn í verðlaun.

Smellið hér til að skoða myndir

Brúðusýning á Kópaskeri

Bernd Ogrodnik brúðumeistari kom og sýndi brúðuleikrit sitt um Pétur og úlfinn í skólahúsinu á Kópaskeri í morgun. Áhorfendur voru nemendur og starfsfólk Öxarfjarðarskóla og Grunnskólans á Raufarhöfn. Það var þétt setið í gryfjunni og mikil og góð stemning meðal áhorfenda, enda gerði Bernd það listilega að virkja áhorfendur með. Frábær sýning í alla staði.

Hægt er að lesa um Bernd Ogrodnik með að smella hér (kynning Þjóðleikhússins) og hér (viðtal frá fræðsludeild Þjóðleikhússins)

Myndir frá brúðusýningunni

Myndir frá sundlotu

Í byrjun og lok skólaárs hefur það verið venja að báðar deildir skólans sameinast í Lundi og eru þá yngsta- og miðdeild í sundkennslu. Að þessu sinni stóð sundlota yfir frá annari kennsluviku og fram yfir miðja þá þriðju.

Á meðan sundlotan stendur yfir er reynt að brjóta upp skólastarfið og gera eitthvað annað en liggja í bókunum. Unglingar hafa hjálpað til við sundkennsluna og verið meistarar ofan í lauginni með yngri börnunum og hefur það fyrirkomulag tekist mkjög vel. Við höfum reynt að leggja áherslu á útiveru þegar til þess viðrar og m.a. reynt að fara a.m.k. einu sinni í þjóðgarðsferð með alla nemendur, til leiks og fræðslu í þjóðgarðinum. Síðustu árin höfum við verið með þróunarverkefni í gangi sem lið í því að fræða nemendur um sína heimabyggð.

Með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan má skoða myndir frá hluta af þeirri vinnu sem fór fram á meðan á sundlotu stóð.
Það má sjá myndir frá því þegar unglingadeildin fór í Ás og taldi og flokkaði einnota drykkjarumbúðir sem safnast höfðu í þjóðgarðinum í sumar. Afraksturinn var tæpar 10.000 dósir og flöskur og rennur ágóðinn af því í ferðasjóð nemenda. Ýmislegt annað en dósir voru í pokunum og margt af því miður geðslegt. Krakkarnir stóðu sig samt eins og hetjur og létu ekki á sig fá þótt ýmislegt væri illa lyktandi og ógeðslegt.
Það eru einnig myndir frá því þegar unglingadeildin gekk um Vesturdal og Svínadal í hávaðaroki, sand- og moldfoki.
Síðan er hægt að skoða myndir úr ferðum yngri- og miðdeildar í skógræktina í Akurgerði.
Eins eru myndir frá pappírsendurvinnslu yngri- og miðdeildar og frá útileikjum yngstu deildar.

Skoða myndir

Starfsfólk á námskeiði

Þátttakendur á námskeiðinu úti á tröppum í góða veðrinuUndanfarna daga hefur starfsfólk skólans heimsótt heimili nemenda skólans. Við höfum allstaðar fengið góðar móttökur og virðist þetta fyrirkomulag á skólabyrjun mælast vel fyrir. Eitthvað var um að fólk væri að heiman og verða þau heimili ekki heimsótt sérstaklega nema óskað verði eftir því. Við minnum einnig á að fólk er ávallt velkomið í heimsókn til að ræða starfið Kristján Már Magnússoneða annað því tengt.

Fimmtudag og föstudag sat starfsfólk skólans námskeið sem Kristján Már Magnússon sálfræðingur hélt fyrir okkur. Kristján fór með okkur í gegnum ákveðniþjálfun og sjálfstyrkingu og samtöl og samskipti. Þetta var skemmtilegt og lærdómsríkt námskeið sem á örugglega eftir að nýtast okkur til að bæta okkur í starfi.