Nú eru
árlegir jólatónleikar Tónlistarskóla Öxarfjarðarhéraðs að skella á. Nemendur og kennarar skólans munu flytja alls konar
tónlist, en auðvitað verður sérstök áherla lögð á jólalög frá öllum tímum.
Verkalýðsfélag
Húsavíkur bauð leikskólabörnum Norðurþings í ferðalag í Dimmuborgir þann 13. des. Það voru börn fædd 2001 og 2002
sem stóð til boða að fara. Ferðin heppnaðist mjög vel. Gunna Magga fór með börnin úr Krílakoti til Húsavíkur þar
sem rútur tóku við börnunum og keyrðu upp í Mývatnssveit.

Leiksýning
Allir eru velkomnirMiðaverð:
Fullorðnir kr. 1.500.-
6-16 ára kr. 500.-
0-6 ára ókeypis
Nú er nýlokið afar velheppnaðri bekkjaheimsókn þar sem miðdeildin á Kópaskeri bauð miðdeildinni í Lundi til sín í heimsókn. Krakkarnir voru öll með tölu svo góð og yndisleg og þau skemmtu sér vel.
Nú er annarri umferð lokið í spurningakeppni grunnskólanna. Öxarfjarðarskóli komst ekki áfram, lendir í 3. eða 4. sæti. Borgarhólsskóli og Mývetningar munu keppa til úrslita.
Til hamingju með góðan árangur okkar fólk.
| Spurningakeppni grunnskólanna |
|
Á föstudaginn, 24. nóvember, verður spurningakeppni grunnskóla í Þingeyjarsýslu haldin í fyrsta sinn.
Keppnin fer fram í sal Borgarhólsskóla og hefst kl. 14:00. Gert er ráð fyrir áhugasömum áhorfendum að þessum
viðburði. |
Haldin var undankeppni innan skólans um hverjir yrðu fulltrúar okkar í spurningakeppninni. Þeir sem skipa lið Öxarfjarðarskóla eru Aðalbjörn Jóhannson, Einar Ólason og Kristveig Halla Guðmundsdóttir. Eru þau verðugir fulltrúar skólans og eiga örugglega eftir að standa sig vel.
Ýmisleg verður gert annað til skemmtunar, pizzuveisla, kvöldvaka o.fl.