30.08.2006
Skólastarfið hefur farið vel af stað og koma nemendur vel stemmdir til leiks. Í dag var fyrsti dagur sundúthalds þar sem allur skólinn kom saman
í Lundi. Til stóð að fara með nemendur í náttúruskoðun og þematengd verkefni í þjóðgarðinn í þessari
viku en vegna rigningarspár var ákveðið að fresta ferðunum fram yfir helgi og sjá hvort veðurguðirnir verði okkur hliðhollari þá.
21.08.2006
Þessa vikuna er undirbúningur í fullum gangi hjá starfsfólki skólans svo hægt verða
að taka á móti nemendum. Skólasetning verður í skólahúsinu á Kópaskeri fimmtudaginn 24. ágúst kl. 17:30
en kennsla hefst mánudaginn 28. ágúst.
20.08.2006
Eftir mjög skemmtilega og fræðandi Svíþjóðarferð, sem stór hluti starfsfólks skólans fór í núna í byrjun
ágúst, var fyrsti kennarafundur vetrarins haldinn í skólahúsinu á Kópaskeri þann 18. ágúst. Þar voru lagðar línur
að undirbúningsdögum komandi viku.
07.04.2006
Árshátíð Öxarfjarðarskóla var haldin í gærkvöldi.
06.04.2006
Einar Ólason á 10 ára afmælishátið Stóru upplestrarkeppninnar.
10.03.2006
Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar var haldin á Raufarhöfn í gær.
09.03.2006
Í dag kom loksins að því að tónlistarmennirnir frá verkefninu Tónlist fyrir alla komu í heimsókn til okkar.
01.03.2006
Í gær fór fram undankeppni innan skólans um hverjir yrðu fulltrúar Öxarfjarðarskóla á lokahátíð Stóru
upplestrarkeppninnar sem haldin verður í Hnitbjörgum á Raufarhöfn þann 9. mars næstkomandi kl. 14:00.
05.01.2006
Á litlu jólunum í Lundi þann 20. des. mætti hreppsnefnd Kelduneshrepps á staðinn og færði Lundardeildinni eina milljón króna að
gjöf.
19.12.2005
Fimmtudaginn 15. desember var efnt til leiksýningar í Skúlagarði.