Í dag kom loksins að því að tónlistarmennirnir frá verkefninu
Tónlist fyrir alla komu í heimsókn til okkar.
Allir nemendur skólans og öll leikskólabörnin komu saman í skólahúsinu á Kópaskeri og hófust tónleikarnir um korteri fyrir
níu og stóðu í rúman hálftíma. Tónlistarmennirnir voru þeir Pálmi Sigurhjartarson píanóleikari sem lék á
flygilinn og leiddi sönginn, Jón Rafnson lék á bassa og Ásgeir Óskarsson lék á trommur. Nemendur tóku flestir vel undir í
lögunum, þó hefði verið gaman að sjá unglingana taka betur undir. Kannske er um að kenna hversu langt er liðið frá því að
þeir áttu upphaflega að koma og ekki búið að æfa eins vel frá áramótum eins og hafði verið fyrir jól. Þeir fluttu
ýmis gömul íslensk söng- og rímnalög, ásamt nýrri lögum, eins og Marsbúa Cha Cha Cha og Ég vil fá mér kærustu
í Reggea útsetningu Hjálma. Myndir er hægt að sjá með því að smella á myndatengilinn.