Aðalbjörn í 3. sæti í stærðfræðikeppni

Á sumardaginn fyrsta hefur sú hefð skapast að vera með samsýningu á
handverki eldri borgara af svæðinu og nemenda við skólann á Kópaskeri. Erla Kristinsdóttir á heiðurinn af þessu framtaki og hefur
sýningin alltaf verið hin veglegasta.
Síðast liðinn fimmtudag var sýning á verkunum og var margt glæsilegra hluta að sjá. Komu fjölmargir að líta á afrakstur vetrarins og þáðu kaffi og meðlæti sem var í boði foreldrafélags Öxarfjarðarskóla, verslunarinnar Bakka og Íslensk-Ameríska.
Myndir af munum eru hér og vonandi bætast bráðlega við fleiri myndir af verkum eldri borgaranna og frá sýningunni sjálfri.
Nemendur skólans voru í stóru hlutverki í gær þegar Gljúfrastofa var formlega opnuð. Yngri nemendur skólans sungu frumsamið lag Guðrúnar S. K. um tröllaskoðun í þjóðgarðinum og sögðu frá tröllasögum sínum og tröllunum sem þau gerðu úr steinum. Einar, Aðalbjörn, Baldur, Friðbjörn, Kristveig og Íris úr unglingadeild fóru með ýmsa texta um þjóðgarðinn og sögðu frá þjóðgarðsskólaverkefninu. Síðan klipptu Hlynur Aðalsteins, Lillý Óla og Bjarni Þór, ásamt umhverfisráðherra, á borðann inn í "hlöðuna" þar sem sýningin er.
Árshátíð Öxarfjarðarskóla verður haldin í Skúlagarði fimmtudaginn 22. mars, kl.
19:00.
Fjölbreytt dagskrá er í boði og er hún í höndum 1. - 7. bekkjar
Veitingar verða seldar í hléi á sanngjörnu verði.
Allir velkomnir
Miðaverð
Fullorðnir: 1500 kr.
Börn 6-16 ára: 500 kr.
Hin árlega vorhátíð nemenda unglingadeildar var haldin í gær. Venjulega hefur hún verið á Hörpunni og því heitið Hörpugleði. Núna var ákveðið að hafa hana fyrr á dagskrá og var hátíðin því kölluð Góugleði að þessu sinni.
Miðvikudaginn 7. febrúar buðu nemendur miðdeildar í Lundi félögum sínum frá Kópaskeri í heimsókn til sín. Þar var margt gert sér til skemmtunar, m.a. boðið upp á dýrindis súkkulaðikökur með kaffinu, farið út í þrautakeppni, haldin X-Factor keppni þar sem margir magnaðir söngfuglar tróðu upp, borðaðar pítsur og farið í leiki og dansað. Allir skemmtu sér vel langt fram á kvöld og er óhætt að segja að dagurinn hafi lukkast vel.
Myndir frá deginum eru komnar inn hér.
Valentínusarball var haldið
á vegum félagsmiðstöðvarinnar fyrir unglinga í 7.-10. bekk, föstudaginn 16. febrúar. Skipulag og skreytingar voru í höndum unglinganna
sjálfra. Smellið á "lesa meira" hér fyrir neðan til að lesa skrif Gunnu Möggu um kvöldið, en hún
hélt utan um það í fjarveru umsjónarmanns.