Föndurdagur og Lúsí­uhátí­ð

Lúsían í ár, Silja Rún, gengur framÍ síðustu viku voru föndurdagar og Lúsíuhátíð í skólanum. Þriðjudaginn 11. des var föndurdagur í skólahúsinu á Kópaskeri. Þar var ýmislegt föndrað frá níu um morguninn og fram að hádegi. Fimmtudagurinn 13. des hófst á því að allir nemendur úr báðum deildum komu saman í Lundi og fylgdust með þegar nokkrir nemendur úr skólanum komu fram í Lúsíu búningum og sungu Lúsíulög. Þessi skemmtilegi siður komst á fyrir tilstilli Önnu Englund og hefur hún stjórnað honum með myndarbrag í gegnum árin. Eftir morgun mat hófst síðan föndurdagur hjá Lundarnemendum.

Það var gaman að fá foreldra og ömmur og afa í hemsókn að aðstoða sín börn og annarra börn við föndrið. En myndir segja meira en mörg orð.

Myndir frá Lúsíuhátíð

Myndir frá föndurdegi