Frábær leiksýning

Við teljum niðurUnglingadeild skólans frumsýndi í gærkvöldi söngleikin Wake me up before you go go! eftir Hallgrím Helgason. Í stuttu máli sagt stóðu þau sig frábærlega, enda var stemningin meðal áhorfenda eftir því, mikið klapp og fagnaðarlæti. Höfum við fengið mikið lof frá áhorfendum sem voru mjög ánægðir með sýninguna.

Önnur sýning er í kvöld kl. 20:00 og eru ennþá laus sæti. Nú er tilvalið tækifæri til að hrista í smástund af sér jólastressið og slaka á í alvöru leikhúsi, hlæja og skemmta sér yfir skemmtilegri og vel unninni leiksýningu.

Leikritið fjallar um 18 ára pilt sem ferðast aftur í tímann, til ársins 1984, í þeim tilgangi að bjarga sambandi pabba síns og mömmu sem skildu um það leiti. Margt fer öðruvísi en hann ætlaði og er ástin skammt undan.

Það liggur mikil vinna á bak við sýninguna og hafa nemendur og starfsfólk lagt á sig heilmikið erfiði til að skila af sér frábæru verki. Allir nemendur unglingadeildar stíga á svið og hefur verið frábært að vinna að þessu verkefni með þeim, þó það hafi á stundum kostað nokkur átök.

Verkið er stútfullt af vinsælum lögum frá þessum tíma og eru flest flutt af nemendum við íslenska texta Hallgríms. Eftirfarandi lög eru sungin af nemendum:Gaman saman

Við teljum niður  
Ekki fara burtu frá mér  
Ekki segja mér allt í nótt  
Út á lífið  
Helgarpabbi  
Da da da  
Saman það sem eftir  
Sólin er komin  
Síðasti dansinn  
Halló  
Kondu með að dansa gó gó  
Ég elska menn  
Nú fer ég heim  
Gaman saman  

 Myndir frá æfingum