Skólaferðalag 1. til 6. bekkjar

Hópurinn ásamt jólasveinum í DimmuborgumFarið var upp í Mývatnssveit og borðaður jólamatur á Hótel Seli. Að því loknu var farið í Dimmuborgir að hitta jólasveinana. Á leið til þeirra var nokkurs konar ratleikur (þraut) sem nemendur leystu með mikilli prýði. Upp úr hrauninu spruttu þeir Stekkjastaur og Pottaskefill og tóku á móti börnunum. Pottaskefill var stríðinn en Stekkjastaur öllu virðulegri og svaraði spurningum greiðlega. Í kveðjuskyni sungu svo börnin fyrir jólasveinana.
 
Næs tók við dagskrá á tjörninni við Hótelið. Farið var á skauta, í krikket og í keilu. Hesturinn Brúnka dró sleða á ísnum og börnin fengu að ferðast með.
 
Að lokinni útiveru var farið aftur upp á Hótel og drukkið heitt kakó borðaðar kökur með.
 
Börnin voru öll til fyrirmyndar á þessu ferðalagi.
Texti Guðrún S.K.

Smellið hér til að skoða myndir