Matseðill
Matseðil mötuneytis fyrir næstu fimm
vikur er nú hægt að finna í valmyndinni hér til vinstri, undir Mötuneyti. Framvegis munu matseðlar verða birtir þar jafnóðum og
þeir eru tilbúnir hjá matráði.
Matseðil mötuneytis fyrir næstu fimm
vikur er nú hægt að finna í valmyndinni hér til vinstri, undir Mötuneyti. Framvegis munu matseðlar verða birtir þar jafnóðum og
þeir eru tilbúnir hjá matráði.
Skólaráð
Samkvæmt nýjum grunnskólalögum hefur foreldra- og kennararáð verið lagt niður en í stað þess skal kosið Skólaráð við alla skóla.Við boðum til fundar næstkomandi þriðjudagskvöld 9. ágúst í Lundi kl. 20:00.
Aðalumræðuefnið verður skólastarfið í vetur og kynning á heildstæðu skólastarfi.
Stofna þarf nýtt foreldrafélag og vegna breytinga á grunnskólalögum er foreldraráð og kennararáð lagt niður en þess í stað stofnað skólaráð sem nánar verður kynnt á fundinum.
Vonum að allir sjái sér fært að mæta og spjalla yfir kaffibolla um vetrarstarfið og eiga góða kvöldstund með okkur.
Kærar kveðjur,
Guðrún S. Kristjánsdóttir og
Hrund Ásgeirsdóttir
Stóra
upplestrarkeppnin var haldin á Raufarhöfn í gær, 10. apríl. Þar kepptu nemendur úr 7. bekkjum skólanna í
Norður-Þingeyjarsýslu. Alls voru 8 nemendur sem tóku þátt. Við í Öxarfjarðarskóla áttum þrjá fulltrúa,
þau Maríu Dís, Daníel Atla og Önnu Karen. Áður hafði farið fram undankeppni í skólanum og urðu þau þrjú
stigahæst og unnu sér þannig þátttökurétt á Stóru upplestrarkeppnina. Allir nemendur 7. bekkjar tóku þátt í
undankeppninni og stóðu þau sig öll með mikilli prýði.
Nemendur tónlistarskólanna á svæðinu sáu um tónlistarflutning á milli dagskrárliða.
Það er mjög ánægjulegt að geta sagt frá því að enn eitt
árið á Öxarfjarðarskóli nemendur í einhverjum af 3 efstu sætunum. Allir keppendur stóðu sig mjög vel. María Dís
hlaut fyrstu verðlaun og Daníel Atli önnur verðlaun. Í þriðja sæti varð svo stúlka frá Raufarhöfn.
Við erum öll að sjálfsögðu stolt af okkar krökkum og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.
Myndir frá kepnninni á
Raufarhöfn.
Myndirnar tók Guðlaug Anna Ívarsdóttir
Nú er félagsmiðstöðin í Reykjavík. Samfésballið að baki og allt hefur gengið mjög vel. Strákarnir eru búnir að fara á æfingu í morgun og tveir tímar í keppnina. Mikil spenna í mannskapnum. Við erum númer 12 í röðinni svo þeir ættu að fara á svið um tvö leitið.
Það á að gera tilraun með að senda beint myndefni yfir netið frá keppninni (live streaming). Hér er slóðin fyrir þá útsendingu: http://www.ustream.tv/samfes
Krakkarnir í
félagsmiðstöðinni voru með kaffihús í versluninni Bakka síðasta föstudag. Það lukkaðist mjög vel og voru viðtökur
góðar. Þau hafa nú verið að hringja út og bjóða fyrirtækjum að kaupa af sér bakkelsi.
Á næst komandi föstudag á að reyna aftur með kaffihús í Bakka. Þar verða krakkarnir með kaffi eða kakó og heimabakað meðlæti á boðstólum.
Þetta er allt til að gera suðurferðina á söngkeppni Samfés ódýrari fyrir krakkana. Það lítur út fyrir að verðið náist niður í það að vera í mesta lagi 3.000 kr.
Félagsmiðstöðin Beisið verður
með kaffihús í versluninni Bakka á föstudaginn 22. febrúar. Beisið er félagsmiðstöð unglinga úr Öxarfjarðarskóla.
Kaffisalan verður í fjáröflunarskini fyrir ferð félagsmiðstöðvarinnar til Reykjavíkur á Samféshátíð og
söngkeppni Samfés en við unnum okkur þátttökurétt með glæsibrag í undankeppni á Húsavík.
Ferð sem þessi er dýr og er þess vegna hugmyndin að reyna að safna sem mestu til að öllum sem vilja fara suður verði það mögulegt.
Auk þess að selja kaffi og meðlæti verða til sölu blómvendir og geta eiginmenn og unnustar keypt blómí tilefni konudagsins sem er á sunnudaginn.
Í síðustu viku fóru nemendur 7.-10. bekkjar í skíðaferðalag til Akureyrar. Ferðinni hafði verið frestað vegna þessa mikla hvassviðris sem fór yfir landið vikuna áður.
Það var lagt af stað að morgni sunnudagsins 10. febrúar. Þegar við komum á Svalbarðsströndina fréttum við að lokað væri uppi í fjalli vegna hvassviðris. Við fórum því beint í íþróttahöllina þar sem við gistum og byrjuðum að koma okkur fyrir. Þegar ljóst var að fjallið yrði ekki opnað þann daginn var ákveðið að skella sér á skautasvellið í staðinn þar sem menn renndu sér fram eftir degi.
Á mánudagsmorgun fóru nemendur 9. og 10. bekkjar í skoðunar- og kynnisferð í VMA. Því næst var brunað upp í fjall þar sem mannskapurinn fékk skíði og bretti og fóru svo í brekkurnar. Hópurinn fékk kennslu, bæði á skíði og bretti, og tóku margir miklum framförum. Veðrið uppi í fjalli var þokkalegt framan af en það jók alltaf í vind og um kaffileytið var orðið mjög hvasst og lélegt skyggni. Þá var haldið niður í bæ þar sem tóku við sund og bíóferðir fram eftir kvöldi.
Á þriðjudagsmorgun var farið í kynnisferð í MA. Veðurútlit dagsins var ekki gott, hvasst uppi í fjalli og tvísýnt með opnun þann daginn. Við drifum því af að ganga frá og þrífa í íþróttahöllinni. Þá var enn búið að fresta opnun uppi í fjalli. Það var mikil óánægja í nemendahópnum með það, helst að heyra á sumum að samsæri kennara væri um að kenna því þeir nenntu ekki í fjallið og vildu fara að komast snemma heim. En þó máttugir séu hafa kennarar ekki enn náð valdi yfir náttúruöflunum. Það var því haldið á Glerártorg þar sem nemendum var sleppt í búðarráp meðan beðið væri og séð til með fjallið. Þegar búið var að athuga eina ferðina enn hvernig aðstæður væru uppfrá og ljóst að mjög tvísýnt væri að opnað yrðið þann daginn var haldið aftur á skautasvellið þar sem margir fóru í íshokkí. Síðan var haldið heim.
Það urðu einhverjir fyrir vonbrigðum með það að ekki skyldi vera tækifæri til að skíða meira. Sérstaklega þegar menn voru rétt að byrja að ná tækninni að fá þá ekki tækifæri til að æfa sig og láta reyna á hana. En þannig er þetta þegar við búum á Íslandi, veðrið getur verið ófyrirséð. Við hvetjum því foreldra og nemendur að taka sig saman og efna til dagsferðar á skíði einhvern daginn sem vel lítur út með veður.
Í gær var öskudagur haldin hátíðlegur. Að þessu sinni var hann með öðru sniði en áður því ákveðið var að prófa að bjóða öllum nemendum skólans upp á dagskrá á Kópaskeri. Lundarnemendur fóru frá Lundi eftir hádegismat, komu við í Silfurstjörnunni og sungu þar og komu síðan á Kópasker. Þar hittu þau Kópaskersnemendur og gengu milli fyritækja í þremur hópum, skipt eftir aldursstigum. Að því loknu hittust allir hópar í Pakkhúsinu sem búið var að skreyta. Þar fengu þau gos og flögur, kötturinn var sleginn úr tunnunni og teknar myndir af öllum. Svo var dansinn stiginn, fyrst við popptónlist en síðan tók Jóhann við og stjórnaði gömlu dönsunum af myndarskap. Það var gaman að sjá hversu duglegir krakkarnir voru að dansa og greinilegt að þau hafa lært heilmikið í danskennslu í íþróttatímunum hjá Jóhanni.
Gunna Magga tók að sér að halda utan um og skipuleggja daginn og á hún skilið hrós fyrir hversu skemmtilega til tókst. Hún fékk marga í lið með sér til að gera daginn skemmtilegan og var ekki annað að sjá en krakkarnir hefði haft gaman af.