Á fimmtudaginn í síðustu viku mætti Rannveig Snót,
frá Fjöllum í Kelduhverfi, með góðar gjafir til skólans. Það voru fjórar notaðar tölvur með skjám og öllum
fylgihlutum.
Heilbrigðisstofnun var að skipta út vélum hjá sér og bauð þær notuðu á góðu verði. Rannveig og Óli
ákváðu að nota tækifærið og skipta sinni gömlu út. Þeim datt í hug að skólanum gætu nýst svona vélar, en
um er að ræða pakka frá Hewlett-Packard sem samanstendur af tölvu, 17" flatskjá, bleksprautuprentara, lylkaborði og mús.
Rannveig fór á stúfana og fékk fyrirtæki á svæðinu til að leggja saman í þrjá pakka handa skólanum og
svo gáfu hún og Óli gömlu vélina sína með, ásamt öllu sem henni fylgdi.
Þau fyrirtæki sem gáfu vélarnar voru:
Fjallalamb, Kópaskeri
Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis, Kópaskeri
Silfurstjarnan, Öxarfirði
Verkalýðsfélag Húsavíkur og nágrennis, Húsavík
Það er alltaf gaman að fá góðar gjafir og gott að finna hlýhug samsveitunga í garð skólans. Þessar tölvur munu koma að
góðu gagni við kennslu og störf nemenda.
Við þökkum kærlega fyrir okkur.