Fréttir og myndir frá yngri deild í­ Lundi

Söguhornið:
Um daginn höfðum við í Yngri deild opið söguhorn hjá okkur og buðum við foreldrum, frænkum, frændum, ömmum og öfum til þess að koma og segja okkur sögur.
Viðbrögðin voru góð og fengum við marga góða gesti til okkar. Gestir komu níu alls.
Og viljum við þakka vel fyrir það.
Gunnar í Sandfelli kom með ómskoðunartækið sitt og sýndi börnunum. Hann kom okkur svo sannarlega á óvart þegar hann mætti í kennslustund með lítið lamb meðferðis og var ómskoðað í því hjarta og maga, þetta var hrúturinn Lundi.
 
Ávaxtakarfan:
Einnig eru myndir frá því þegar undirbúningur fyrir árshátið stóð sem hæst og foreldrar barnanna í mið og yngri deild mættu hér kvöldstund og saumuðu búninga.
Þar fór fram mikil og skemmtileg vinna. Og viljum við einnig færa þeim foreldrum og fleirum bestu þakkir.
Sama kvöld voru börnin í eldri deild með spilavist og fjáröflun með kaffisölu og var mætig góð.
Það má einnig geta þess að sama kvöld var að auki fundur í einni skólastofunni, svo að það var mikið líf og fjör.
Vigdís Sigvarðardóttir