Björgunarsveitarval í unglingadeild
Markmið verkefnisins er að kynna fyrir unglingunum hversu fjölbreytta og skemmtilega möguleika íslensk náttúra hefur til ferðamennsku og útivistar, hvort heldur sem að sumri eða vetri. Þessum aldurshópi hættir til að festast í inniveru í tómstundum sínum frekar en að vera úti og njóta náttúrunnar. Hér í dreifbýlinu er aðgengi þessa aldurshóps að tómstundamöguleikum er takmarkað en við erum það heppin að á svæðinu er stórbrotin og mikilfengleg náttúra sem allir geta notið. Samhliða þessu munu þau kynnast starfsemi og tilgangi björgunarsveita og þeim hættum og skyldum sem ferðalögum í íslenskri nátturu fylgja.
Krakkarnir eru mjög áhugasamir og spenntir í starfinu og er vonandi að þau eigi eftir að nota og njóta þeirrar þekkingar og reynslu sem þau fá í starfinu.
Myndir úr starfinu þar sem krakkarnir æfa m.a. hnúta, prófa sigtól í brattri brekku og loks síga fram af skólahúsinu er hægt að skoða hér.
Fyrirtækið 66°Norður efndi
á haustdögum til myndbandasamkeppni meðal grunnskólanema. Hugmyndin að keppninni kom frá Sigurjóni Sighvatssyni, kvikmyndagerðarmanni og eiganda
fyrirtækisins. Keppt var í tveimur flokkum, 1.-7. bekk og 8. -10 bekk. Í dómnefnd eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
menntamálaráðherra, Baltasar Kormákur Samper, leikstjóri, Þórir Sigurjónsson, kvikmyndargerðarmaður og Helga Viðarsdóttir,
markaðsstjóri 66°Norður. Einnig fer fram kosning á netinu og verður niðurstaða hennar tekinn inn í mat dómnefndar.
Hafinn er
heildstæður skóli!
Nú er fjórða
vikan senn á enda og ýmislegt hefur verið starfað í skólanum. Flutningar eru að hefjast hjá kennurum yfir í betra rými, þar sem
við höfum nú fengið íbúðina fyrir vinnuaðstöðu. Þá munu unglingar fá eigið herbergi til afnota þar sem kennarastofan
var.