Spurningakeppni grunnskólanna |
Á föstudaginn, 24. nóvember, verður spurningakeppni grunnskóla í Þingeyjarsýslu haldin í fyrsta sinn.
Veg og vanda af keppninni hefur Framhaldsskólinn á Húsavík og stefnt er að því að þetta verði árlegur viðburður. Fimm
skólar hafa tilkynnt þátttöku og einn þeirra sendir tvö lið. Búið er að draga um hverjir mætast í fyrstu umferð:
- Borgarhólsskóli A mætir Borgarhólsskóla B
- Litlulaugaskóli mætir Grunnskóla Raufarhafnar
- Grunnskóli Skútustaðahrepps mætir Öxarfjarðarskóla
Keppnin fer fram í sal Borgarhólsskóla og hefst kl. 14:00. Gert er ráð fyrir áhugasömum áhorfendum að þessum
viðburði.
Úrslita viðureignin mun verða fyrsta atriði á árlegri haustannarvöku FSH sem hefur hið ágæta nafn “Gunna” og hefst á sama
stað kl. 20:30 um
kvöldið.
Tekið af vef FSH
|
Haldin var undankeppni innan skólans um hverjir yrðu fulltrúar okkar í spurningakeppninni. Þeir sem skipa lið Öxarfjarðarskóla eru
Aðalbjörn Jóhannson, Einar Ólason og Kristveig Halla Guðmundsdóttir. Eru þau verðugir fulltrúar skólans og eiga örugglega eftir að
standa sig vel.
Ýmisleg verður gert annað til skemmtunar, pizzuveisla, kvöldvaka o.fl.