
Fjölbrautarskólinn á Húsavík
bauð nemendum grunnskólanna í Þingeyjarsýslum til stærðfræðikeppni. Undankeppni fór fram fyrir páska í grunnskólunum og
tóku 29 nemendur úr 5 skólum þátt í henni. Sl. laugardag kepptu 10 efstu úr undankeppninni til úrslita í FSH. Við áttum
þarna tvo fulltrúa, þau Aðalbjörn og Ke. Aðalbjörn náði þeim frábæra árangri að verða í 3. sæti. Við
erum ákaflega stolt af honum og óskum honum til hamingju með árangurinn.