Á sumardaginn fyrsta hefur sú hefð skapast að vera með samsýningu á handverki eldri borgara af svæðinu og nemenda við skólann á Kópaskeri. Erla Kristinsdóttir á heiðurinn af þessu framtaki og hefur sýningin alltaf verið hin veglegasta.
Síðast liðinn fimmtudag var sýning á verkunum og var margt glæsilegra hluta að sjá. Komu fjölmargir að líta á afrakstur vetrarins og þáðu kaffi og meðlæti sem var í boði foreldrafélags Öxarfjarðarskóla, verslunarinnar Bakka og Íslensk-Ameríska.
Myndir af munum eru hér og vonandi bætast bráðlega við fleiri myndir af verkum eldri borgaranna og frá sýningunni sjálfri.