Opnun Gljúfrastofu

Nemendur skólans voru í stóru hlutverki í gær þegar Gljúfrastofa var formlega opnuð. Yngri nemendur skólans sungu frumsamið lag Guðrúnar S. K. um tröllaskoðun í þjóðgarðinum og sögðu frá tröllasögum sínum og tröllunum sem þau gerðu úr steinum. Einar, Aðalbjörn, Baldur, Friðbjörn, Kristveig og Íris úr unglingadeild fóru með ýmsa texta um þjóðgarðinn og sögðu frá þjóðgarðsskólaverkefninu. Síðan klipptu Hlynur Aðalsteins, Lillý Óla og Bjarni Þór, ásamt umhverfisráðherra, á borðann inn í "hlöðuna" þar sem sýningin er.

Myndir frá opnuninni eru hér.