Fréttir

Félagsvist 9. og 10. bekkjar

9. og 10. bekkur munu halda félagsvist til söfnunar upp í fyrirhugaða Danmerkurferð þeirra.
Spilað verður í Skúlagarði í Kelduhverfi fimmtudagskvöldið 19. mars kl 19:30.
Veglegir vinningar í boði eftirtalinna fyrirtækja:.
 
Olís

Hvetjum alla sem eiga heimangengt og hafa gaman af að grípa í spil til að mæta.

Myndir frá öskudegi

Krakkar af skólasvæðinu við Öxarfjörð gengu í fyrirtæki á Kópaskeri og sungu. Einnig var komið við í Silfurstjörnunni á leiðinni á Kópasker. Þótt veðrið væri ekki spennandi mátti sjá furðuverur á öllum aldri, allt frá tveimur elstu árgöngum leikskóla upp í elstu nemendur grunnskóla, vaða snjóinn á milli fyrirtækja. Þegar búið var að fylla nammipokana lá leiðin í Pakkhúsið þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni og dansað og leikið sér. Dagurinn heppnaðist vel og var einstaklega gaman að sjá einlæga ánægju og áhuga yngstu barnanna.
Myndir úr Pakkhúsinu.

Fréttakorn Öxarfjarðarskóla

Nú heilsar fréttabréf nr. 2 á þessu ári og kominn tími til!

 

Ýmislegt hefur á daga okkar drifið að undanförnu og ætlum við að gera því nokkur skil í hér að neðan

Bollu- og blómasala

María og Magga í bollusölu í Ásbyrgi9. og 10. bekkur stóðu fyrir rjómabollu- og blómasölu í tilefni bolludags og konudags til að safna upp í fyrirhugaða Danmerkurferð. Síðast liðinn föstudag voru þau með bollukaffi hjá Ísak í Ásbyrgi og buðu fólki að kaupa blómvendi.
Á laugardaginn var svo gengið í hús með blóm á Kópaskeri og voru viðtökurnar svo góðar að allir blómvendirnir kláruðust í þorpinu nema einn sem fór í Hjarðarási. Við áttum alls ekki von á að þessir 40 vendir sem við fengum á góðu verði frá Kristínu og Sam seldust svona hratt og vel. Við verðum að biðja þá afsökunar sem bjuggust við heimsókn frá blómasölufólki en fengu ekki. Vonandi að enginn hafir lent í vandræðum vegna þess...
Í gær, bolludag, var svo bollukaffi í Bakka á Kópaskeri.

Blómvendirnir voru glæsileirVið viljum koma á framfæri kærum þökkum til þeirra sem styrkt hafa ferðina með einum eða öðrum hætti og tekið krökkunum vel í þeirra fjáröflunum. Sérstakar þakkir fá Ísak og Kristbjörg og Óli fyrir aðstöðu og lipurð við kaffisölur krakkanna.

Það er ljóst að þessi ferð kemur til með að verða dýrari en sú sem farin var fyrir tveimur árum. Það er því ljóst að enn vantar nokkuð upp á til að hafa upp í kostnað og þannig gera öllum nemendum 9. og 10. bekkjar fært að fara með nú á tímum efnahagsþrenginga. Það er því ánægjulegt að fólk í samfélaginu okkar skuli vilja leggja krökkunum lið.

Kærar þakkir.

Heimsókn Skákskóla Íslands og Skák í­ skólanna til Húsaví­kur

http://www3.telus.net/chessvancouver/images/chess.jpgFöstudaginn 30 janúar og laugardaginn 31 janúar nk. mun Skákskóli Íslands heimsækja okkur Þingeyinga og halda skáknámskeið fyrir börn og unglinga.  
Námskeiðið mun fara fram í sal Framsýnar-stéttarfélags að Garðarsbraut 26 á Húsavík.
Námskeiðið er á vegum skákfélagsins Goðans.
Björn Þorfinnsson alþjóðlegur skákmeistari og Davíð Kjartansson skákkennari munu kenna á námskeiðinu.
 
Ekkert námskeiðsgjald verður:(breyting frá fyrri tilkynningu !) Hinsvegar verður farið með allan hópinn á Pizzuhlaðborð á veitingahúsið Sölku á Húsavík í hádeginu á laugardeginum og þurfa krakkarnir að hafa með sér pening fyrir því. (1100 krónur fyrir 9 ára og yngri og 1400 krónur fyrir 10 ára og eldri)
 
Skákfélagið mun svo bjóða þáttakendum uppá djús,gos,kex og kökur, á kaffitímum, á meðan á námskeiðinu stendur.
 
Efnt verður til fjölteflis við Björn Þorfinnsson alþjóðlegan skákmeistara kl 20:30 á föstudagskvöldið 30 janúar, sem verður öllum opið og ókeypis.
 
Það er ástæða til að hvetja börn og unglinga í sýslunni til þess að nýta sér þetta námskeið nú þegar það býðst, því ekki er líklegt að þetta bjóðist á hverju ári hér eftir.  Síðasta heimsókn skákskóla Íslands til okkar var á til Húsavíkur árið 1996, þannig að kominn er tími á heimsóknina. 
 
Æskilegt er að áhugasamir nemendur skrái síg til þátttöku, með því að hafa samband við formann skákfélagsins Goðans, Hermann Aðalsteinsson í síma 4643187 og 8213187 eða með því að svara þessum pósti.
 
Einnig verður þessi dagskrá auglýst á heimasíðu skákfélagsins Goðans fljótlega.
Slóðin þangað er: http://www.godinn.blog.is

Fréttakorn í­ janúar frá Öxarfjarðarskóla

Gleðilegt nýtt ár 2009!

Nú eru liðnar rúmar tvær vikur af nýju skólaári og starfsfólk og nemendur koma jákvæðir til leiks og tilbúnir að takast á við verkefni nýrrar annar.  

Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á stundatöflum nemenda, mest þó í miðdeild þar sem Ann-Charlotte er farin í barneignarfrí.  Inga Fanney hefur nú tekið við miðdeildinni á móti Þorsteini sem er umsjónarkennari þeirra og hefur Þorsteinn einnig tekið við íþróttakennslu í 5.-10 bekk, ásamt Conny sem hefur umsjón með yngri deild.

Í unglingadeild fá nemendur eftirleiðis vikuáætlun í íslensku sem þeir eiga að inna af hendi í skólanum og vera búnir að ljúka í vikulokin.

Matseðill fyrir janúar

Swedish chef and a mooseMatseðill sem gildir út janúar er kominn inn á vefinn. Hægt er að finna matseðilinn undir mötuneyti í valmyndinni hér til vinstri.

Skáknámskeið

Laugardaginn 31 janúar nk. mun Skákskóli Íslands heimsækja okkur Þingeyinga og halda skáknámskeið fyrir börn og unglinga.  
Námskeiðið mun fara fram í sal Framsýnar-stéttarfélags að Garðarsbraut 26 á Húsavík.
Námskeiðið er á vegum skákfélagsins Goðans.
Björn Þorfinnsson alþjóðlegur skákmeistari og Davíð Kjartansson skákkennarar munu kenna á námskeiðinu.
Námskeiðið hefst kl 10:00 og því lýkur um kl 18:00 síðdegis. (nánari dagskrá verður send út þegar nær dregur)

Gleðilegt nýtt ár



Í dag, mánudag, er starfsdagur kennara en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá á morgun, þriðjudaginn 6. janúar. Við hlökkum til að hitta nemendur endurnærða eftir gott jólafrí.

Litlu jólin voru haldin hátíðleg í skólanum í dag.

Smellið á lesa meira til að lesa pistil Guðrúnar skólastjóra um litlu jólin