Skólaferðalag 1.-6. bekkjar
Smellið á lesa meira til að lesa pistil Vigdísar um ferðina.
Senn líður að jólum og erum við þegar byrjuð að setja hefðbundinn jólasvip á skólann okkar með skreytingum og jólatréð er komið upp og setur hátíðlegan svip á umhverfið. Kveikt var á því 1. des við söng nemenda og starfsfólks. Ýmislegt verður og hefur verið á döfinni hjá okkur í desember. Smellið á lesa meira til að sjá nánar um það.
Nemendur eru jákvæðir í garð heildstæðs skóla og alla jafna ánægðir með það sem í boði er. Í þessari viku eiga nemendur að velja fyrir nóvembermánuð og bætast inn nýjar tómstundir og námskeið þó eitthvað haldi sér áfram, t.a.m björgunarsveitarnámskeið, fimleikar, fótbolti og opin handmenntastofa. Við komum til með að bjóða upp á námskeið í eldamennsku þar sem áherslan verður m.a. lögð á hvernig hægt sé að nýta afgangana úr ísskápnum – ekki sem verst að kunna að bjarga sér og nýta allan mat!
Í morgun spiluðu Guitar Islancio á frábærum tónleikum, fyrir nemendur og starfsfólk Öxarfjarðarskóla og Kópaskersskóla. Koma þeirra hingað er liður í verkefninu Tónlist fyrír alla. Tónlist fyrir alla er samstarfsverkefni á vegum ríkis og sveitarfélaga sem hefur staðið yfir í meira en 15 ár. Tilgangur verkefnisins er að kynna íslenskum grunnskólabörnum ólíkar tegundir tónlistar sem þau njóta í flutningi frábærra íslenskra tónlistarmanna.
Tónleikarnir stóðu yfir í um 45 mínútur og voru tónlistarmennirnir líflegir og skemmtilegir og héldu áhorfendum við efnið
allan tímann. Þeir fluttu að mestu íslensk þjóðlög í eigin útsetningu auk laga eftir Gunnar Þórðarson. Það var
mjög gaman þegar þeir fengu áhorfendur til að syngja með í nokkrum lögum. Dagskráin var mjög skemmtileg hjá þeim og var ekki
annað að heyra en almenn ánægja hafi verið með tónleikana, bæði hjá ungum sem öldnum. Að minnsta kosti hrósaði
hljómsveitin áheyrendum nokkrum sinnum og sögðu að þau væru greinilega tónleikavön.
Guitar Islancio skipa þeir Gunnar Þórðarson gítarleikari, Björn Thoroddsen gítarleikari og Jón Rafnsson sem spilaði á kontrabassa.
Þetta eru tónlistarmenn í fremstu röð og hvetjum við alla sem eiga þess kost að fara og sjá þá spila í kvöld á
Raufarhöfn.