Búnir hafa verið til köngulóarvefir úr pípuhreinsurum, bandi og pappír.
Einnig erum við að lesa bókina Vefurinn hennar Karlottu, sem fjallar um dýrin á bóndabænum og vináttu þeirra, í aðalhlutverki þar er köngulóin Karlotta.
Í dag fimmtudaginn 26. nóvember höfðum við svo köngulóardag þar sem börnin bökuðu köngulóarköku í heimilisfræði og svo skreyttu þau kökurnar.
Að lokum var 4. og 5. bekk boðið í heimsókn og fengu þau fræðslu hjá 1.-3. bekk um köngulær. Að sjálfsögðu var svo öllum boðið í köngulóarkökuveislu.
Gunna M., Vigís og Dúna.
Svo ótrúlega sem það kann að virðast er kominn mánuður frá síðasta fréttakorni. Með því að smella á lesa meira er hægt að lesa pistil Hrundar um það helsta sem gerst hefur undanfarinn mánuð og það sem framundan er. Þar er m.a. sagt frá degi íslenskrar tungu, flensu og ýmsu fleiru.
Skólanum hafa borist höfðinglegar gjafir á síðustu vikum.
Sigurður á Tóvegg færði skólanum stafrænan Braun Thermoscan hitamæli sem mælir hitastig í eyra, ásamt pakka af auka hlífum.
Kvenfélag Öxarfjarðar gaf svo skólanum stafræna myndavél; Olympus MJU-5000 vél.
Við erum afar þakklát fyrir þessar gjafir og þær eiga eftir að koma sér vel. Það er alltaf gott að finna fyrir velvild í garð skólans.
Myndavélin er strax komin í notkun og veitti ekki af því gömu vélarnar voru orðnar lúnar og nánast ónothæfar. Hitamælirinn á eftir að koma að góðum notum þegar næsta veikindabylgja gengur yfir.
Í gær birtist á vef Landsbjargar ferðasaga frá gönguferð sem 13 nemendur úr björgunarsveitarvali fóru ásamt umsjónarmönnum um miðjan október. Sylvía Dröfn á mestan heiður af textanum.
Nú heilsar annað fréttabréf skólaársins. Í því má m.a. lesa um Haustgleði, vettvangsnám kennara, foreldrafund, foreldrasamtöl, fræðslufund frá Fjölskylduþjónustunni o.fl. Fréttabréfið fer á vef skólans ásamt myndum úr starfi skólans og er líka sent út til þeirra sem ekki hafa aðgang að tölvu.
Smellið á lesa meira til að sjá pistiilinn.