Fréttir

Fréttakorn í­ febrúar

Heil og sæl.
 
Nýtt val í febrúar
Þá erum við komin af stað inn í febrúarmánuð og nýtt val hafið í lengdri viðveru sem gildir til 4. mars.  Eins og venjulega boðið upp á fjölbreyttar tómstundir og má þar nefna jóga, badminton, matreiðslu, leiki, spil, smíðar, handmennt, björgunarsveit, fótbolta og myndmennt. 
 
Bekkjaskemmtun
Í gær var bekkjaskemmtun 1. – 5. bekkja. Þau héldu áfram með kennurum sínum eftir lengda viðveru og fóru í leiki, horfðu á bíómynd og bökuðu pizzur.  Skemmtuninni lauk svo kl. 19:00 og þegar foreldrar sóttu börnin sín. 
 
Starfsdagur á öskudegi
Öskudagurinn er á miðvikudaginn í næstu viku, þann 17. febrúar og þá er starfsdagur í skólanum og leikskólanum í Lundi sem þýðir að enginn skóli er þann daginn.  Foreldrafélag Öxarfjarðarskóla ætlar að standa fyrir skipulagningu öskudagsins á Kópaskeri og má lesa um það nánar hér í annarri frétt.
 
Undirbúningur árshátíðar
Yngri deildin er farin að æfa atriði fyrir árshátíðina og annar undirbúningur fer að byrja.  Unglingadeildin er að skoða leikrit sem koma til greina og reiknað er með að æfingar hefjist í lok mánaðarins í tengslum við það.
 
Bestu kveðjur,
Hrund og Guðrún
 

Skipulagning öskudags 17. febrúar 2010

Frá stjórn foreldrafélagsins:

Skipulagning öskudags 17. febrúar 2010

Stjórn foreldrafélagsins kom saman í gær til að ræða fyrirkomulag öskudagsins þann 17. febrúar næstkomandi.
 
Foreldrafélagið mun standa fyrir samveru barnanna á öskudaginn og skulu þau mæta kl. 12.45 fyrir utan Búðina.
Talað verður við fyrirtækin á Kópaskeri svo að hægt sé að undirbúa komu barnanna. Foreldrar þurfa að tala sig saman um akstur til og frá Kópaskeri. Gaman væri að fá sjálfboðaliða til að smíða tunnu og taka á móti börnunum í íþróttahúsinu en þar geta þau átt samverustund í u.þ.b. klukkustund frá 14:30 – 15:30.
Það þurfa allir að gera sér grein fyrir  því að þetta getur ekki orðið nema foreldrar taki höndum saman og hjálpist að, bæði með því að ganga með börnunum milli fyrirtækja og eins að taka á móti börnunum í íþróttahúsinu og halda utan um hópinn þar.
Sjálfboðaliðar geta komið sér á framfæri hjá eftirtöldum:
 
Rúnari Tryggvasyni s: 846-3835
Ástu Viðar s: 865-4535
Ágústi Jónssyni s: 868-8078

Fréttakorn í­ janúar

Kæru foreldrar/forráðamenn
Gleðilegt nýtt ár.
Lengd viðvera er kominn í gang í Öxarfjarðarskóla og hlutirnir eru að færast í fastar skorður eftir jólafrí. Að vísu setur handboltinn sitt mark þessa dagana og mikill áhugi á að fá að fylgjast með honum og bara jákvætt að rætt sé um eitthvað annað en kreppu í þjóðfélaginu.  Í lengdu viðverunni á þriðjudag og fimmtudag stóð nemendum til boða að fylgjast með landsliðinu og var stór hluti nemenda sem nýtti sér það.
 
Í lengdri viðveru er auk vinnustofu boðið upp á:
Þrekæfingar, hreyfingu og leiki, fótbolta, heimilisfræði, leiklistarnámskeið, opna handavinnustofu, smíðastofu og myndmenntastofu. Úr grenndarsamfélaginu okkar koma Stefánar tveir með námskeið inn í lengda viðveru. Stefán Sigtryggsson, Garði, með fótbolta og Stefán Rögnvaldsson, Leifsstöðum, með heimilisfræði.
 
Signe Ann-Charlotte Fernholm, hún Anka okkar, er komin til starfa aftur eftir fæðingarorlof. Anka hefur umsjón með 4.-5. bekk.
 
Mikill áhugi er á fótboltaspilum og í ákveðnum árgöngum kom upp órói og árekstar, í tengslum við spilin. Ákveðið var á fundi með viðkomandi nemendum að koma ekki með spilin eða möppurnar í skólann fyrr en í , febrúar og þá eingöngu á miðvikudögum.
 
Olga Gísladóttir hafði samband og færði okkur þær ánægjulegu fréttir að endurskinsvesti fyrir nemendur í Öxarfjarðarskóla væru í höfn. Silfurstjarnan ætlar að gefa skólanum endurskinsvesti fyrir grunnskólabörnin og VÍS endurskinsvesti fyrir leikskólabörnin. Það tekur einhvern tíma að útvega vestin og munuð þið frétta af því þegar þau koma í hús.
 
Undankeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi fyrir söngkeppni Samfés er í dag, föstudaginn 29. janúar, á Akureyri. Nánanst allir nemendur úr unglingadeildinni okkar fara og þar af verða sex stúlkur sem munu flytja gamla Trúbrotslagið Án þín.
 
Bestu kveðjur,
Guðrún og Hrund
 
 
 

Köngulóaþema í­ 1.-3. bekk

http://oxarfjardarskoli.nordurthing.is/myndir/gallery/Vetur_09-10/Konguloatema/DSC04256.JPGFrá 1.-3. bekk.
Undanfarnar vikur höfum við verið að fræðast um köngulær og lifnaðarhætti þeirra.

Búnir hafa verið til köngulóarvefir úr pípuhreinsurum, bandi og pappír.

Einnig erum við að lesa bókina Vefurinn hennar Karlottu, sem fjallar um dýrin á bóndabænum og vináttu þeirra, í aðalhlutverki þar er köngulóin Karlotta.

Börnin hafa verið mjög áhugasöm.

Í dag fimmtudaginn 26. nóvember höfðum við svo köngulóardag þar sem börnin bökuðu köngulóarköku í heimilisfræði og svo skreyttu þau kökurnar.

Að lokum var 4. og 5. bekk boðið í heimsókn og fengu þau fræðslu hjá 1.-3. bekk um köngulær. Að sjálfsögðu var svo öllum boðið í köngulóarkökuveislu.

Gunna M., Vigís og Dúna.

Foreldrafundur í­ kvöld

Við minnum á foreldrafundinn í kvöld, 26. nóvember.
Fundurinn verður í Lundi og mun hefjast kl. 19:30
Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta. Heitt verður á könnunni og meðlæti með kaffinu.

Pappí­r og lakkrí­s til sölu

Unglingadeild skólans er komin af stað með fjáraflanir í ferðasjóð.

Nú er aftur kominn í sölu salernis- og eldhúspappírinn sem var svo vinsæll í fyrra. Pakkningin hefur einungis hækkað um 200 kr. síðan í vor, kostar aðeins 3.200 kr pakkningin. Í pakkningu eru 48 salernisrúllur eða 24 eldhúsrúllur. Sérstakt tilboð verður ef fólk kaupir tvær pakkningar í einu, eða tvær á gamla verðinu, 6.000 kr.

Einnig er unglingadeidln með 500 gr poka af úrvals lakkrís til sölu á 800 kr. pokinn. Eins og sést á myndinni er þetta blanda af hreinum lakkrís og marsipan. Við erum búin að smakka og mælum hiklaust með honum.

Eimskip-Flytjandi veitti krökkunum veglagan styrk með því að gefa þeim flutninginn á öllum herlegheitunum hingað norður og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir.


Fréttakorn í­ nóvember

Photo By: Christopher Bienko Dartmouth, Nova Scotia, Canada

Svo ótrúlega sem það kann að virðast er kominn mánuður frá síðasta fréttakorni. Með því að smella á lesa meira er hægt að lesa pistil Hrundar um það helsta sem gerst hefur undanfarinn mánuð og það sem framundan er. Þar er m.a. sagt frá degi íslenskrar tungu, flensu og ýmsu fleiru.

 

Gjafir til skólans

Skólanum hafa borist höfðinglegar gjafir á síðustu vikum.

Sigurður á Tóvegg færði skólanum stafrænan Braun Thermoscan hitamæli sem mælir hitastig í eyra, ásamt pakka af auka hlífum.

Kvenfélag Öxarfjarðar gaf svo skólanum stafræna myndavél; Olympus MJU-5000 vél.

Við erum afar þakklát fyrir þessar gjafir og þær eiga eftir að koma sér vel. Það er alltaf gott að finna fyrir velvild í garð skólans.

Myndavélin er strax komin í notkun og veitti ekki af því gömu vélarnar voru orðnar lúnar og nánast ónothæfar. Hitamælirinn á eftir að koma að góðum notum þegar næsta veikindabylgja gengur yfir.

Helgarferð björgunarsveitarvals

Í gær birtist á vef Landsbjargar ferðasaga frá gönguferð sem 13 nemendur úr björgunarsveitarvali fóru ásamt umsjónarmönnum um miðjan október. Sylvía Dröfn á mestan heiður af textanum.

Slóð á ferðasögu

Slóð á myndir úr ferðinni

Fréttakorn í­ október

Komið þið sæl!

Nú heilsar annað fréttabréf skólaársins. Í því má m.a. lesa um Haustgleði, vettvangsnám kennara, foreldrafund, foreldrasamtöl, fræðslufund frá Fjölskylduþjónustunni o.fl. Fréttabréfið fer á vef skólans ásamt myndum úr starfi skólans og er líka sent út til þeirra sem ekki hafa aðgang að tölvu.

Smellið á lesa meira til að sjá pistiilinn.