Undirrituð hefur verið í sambandi við Vegagerðina undanfarin ár og óskað eftir því að auka öryggi barnanna yfir þjóðvegi í íþróttahús. Hraðatakmörkun fékkst fljótlega en ljóst er að meira þarf til og óskuðum við eftir frekari úrbótum og studdi stjórn foreldrafélagsins þá umleitan. Þær ánægjulegu fréttir bárust nú í haust að fjárveiting hefði fengist í frekari úrbætur. Gunnar Helgi Guðmundsson, svæðisstjóri Norðursvæðis, upplýsti mig um að stefnt væri að því að setja upp hraðaviðvörunarljós í ár. Búið er að kaupa búnaðinn og eru farin að sjást merki þess að verkið sé að hefjast.
N4 á Akureyri verður á svæðinu á morgun og óskar eftir því að heimsækja Öxarfjarðarskóla. Hildur Jana mun koma með sitt fólk og hitta skólastjóra, starfsfólk og nemendur um kl. 13:00 á morgun þriðjudaginn 3. september.
Kær kveðja,
Guðrún S. K.