Fréttir

Kveikt á jólatrénu

Á fimmtudaginn, þann 1. desember var kveikt á jólatrénu í­ Lundi. Þegar skólabí­larnir komu um morguninn fóru allir að trénu. Þar voru sungin nokkur jólalög í­ ní­standi frosti og ljósin tendruð. Tréð er hið fallegasta með hví­tum ljósum.

Nýtt útlit á vef skólans

Eins og fólk hefur trúlega tekið eftir er vefur skólans kominn aftur í­ gagnið með nýju útliti. Hann lá tí­mabundið niðri vegna smávægilegrar bilunar þegar verið var að skipta um útlit. Flest gögn og annað sem var á gamla vefnum hefur flust yfir á þann nýja. í†tlunin er að með þessu nýja formi séu upplýsingar aðgengilegri og fljótlegra sé að finna það sem leitað er að. Búast má við því­ að það taki einhvern tí­ma áður en endanlegt útlit verður komið á vefinn en í­ grunninn verður hann með þessu sniði. Undir flipana efst flokkast efni eftir því­ hverju það tengist.

Skólasetning

Þessa dagana eru starfsmenn skólans að undirbúa skólabyrjun. Skólasetning Öxarfjarðarskóla verður miðvikudaginn 24. ágúst, kl. 17:30.

Myndir frá skólaslitum

Öxarfjarðarskóla var slitið í­ kvöld. Að þessu sinni voru sex nemendur útskrifaðir úr 10. bekk. Það voru þau Anna Karen Sigurðardóttir, Ásdí­s Hulda Guðmundsdóttir, Bergvin Máni Mariansson, Bryndí­s Edda Benediktsdóttir, Daní­el Atli Stefánsson og Rakel Sif Vignisdóttir.

Skólaslit

Öxarfjarðarskóla verður slitið í kvöld kl. 18. Að þessu sinni munu sex nemendur útskrifast úr 10. bekk. Að lokinni útskrift 10. bekkinga og formlegum skólaslitum munu nemendur hitta sína umsjónarkennara og fá afhent einkunnablöð sín. Kaffiveitingar verða að því loknu.

Leiksýning

Unglingadeild skólans verður með aukasýningu á Slappaðu af! sem þau sýndu við góðar undirtektir áhorfenda á árshátíð skólans fyrir páska. Þetta er vönduð sýning sem mikil vinna hefur verið lögð í með söng og dansatriðum. Lifandi tónlistarflutningur er með sönglögum og er hann í höndum hljómsveitarinnar Legó.

Þetta er bráðskemmtileg sýning sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Sýningin verður föstudaginn 29. apríl kl 20:00 í íþróttahúsinu í Lundi.

Miðaverð er:
1.500 fyrir 16 ára og eldri
1.000 fyrir börn á grunnskólaaldri
Frítt inn fyrir yngri börn

Í hléi verður opin sjoppa.

Athugið að ekki er hægt að greiða með kortum.

Árshátí­ð

Fimmtudaginn 14. apríl verður árshátíð Öxarfjarðarskóla.
Vegna framkvæmda í Skúlagarði, þar sem árshátíðin hefur verið undanfarin ár, hefur orðið að flytja hana og verður hún haldin í íþróttahúsinu í Lundi.
Dagskrá:
1.-4. bekkur sýna leikritið Svínahirðinn eftir Björgu Árnadóttur.
5.-7. bekkur sýna leikritið Herramennina eftir Önnu Jórunni Stefánsdóttur.
8.-10. bekkur sýna svo leikritið Slappaðu af! eftir Felix Bergson.
Dagskráin hefst kl. 19:30.
Aukasýning með leikriti unglingadeildar verður eftir páska. Stefnt er á að hún verði föstudagskvöldið 29. apríl.
Sjoppa verður á staðnum þar sem í hléi verður hægt að kaupa sælgæti, gos og kaffi.
Miðaverð fullorðnir: 1500 kr.
Miðaverð fyrir börn á grunnskólaaldri er 1000 kr.
Frítt inn fyrir börn á leikskólaaldri
Athugið að ekki er hægt að greiða með kortum.
Starfsfólk og nemendur Öxarfjarðarskóla

Bingó á sunnudag

Bingó
Eins og flestum er nú orðið kunnugt þá ætlar unglingadeild Öxarfjarðarskóla til Danmerkur í sumar.
 
Til styrktar ferðinni ætlum við að halda bingó í skólahúsinu í Lundi, sunnudaginn 3. apríl kl. 16:00. Veglegir vinningar eru í boði og vonumst við til að sjá sem flesta.
 
Í hléi verða seldar léttar veitingar.
Spjaldið kostar 500kr
 
Styrktaraðilar bingósins eru:
   

 

 

 

 

 

Silfurstjarnan

 

 

 

 

Stóra upplestrarkeppnin í­ Þingeyjarsýslum

Stóra upplestrarkeppnin 2011 í Þingeyjarsýslum
 
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk grunnskóla í Norður-Þingeyjarsýslu verður haldin í Félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn fimmtudaginn 24. mars n.k. og hefst kl. 14:00
Keppendur eru nemendur úr 7. bekk Öxarfjarðarskóla, Grunnskóla Raufarhafnar, Svalbarðsskóla, Grunnskóla Þórshafnar og Grunnskóla Bakkafjarðar.

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk grunnskóla í Suður-Þingeyjarsýslu verður haldin í Salnum í Miðhvammi Húsavík föstudaginn 25. mars n.k. og hefst kl. 14:00
Keppendur eru nemendur úr 7. bekk Borgarhólsskóla, Hafralækjarskóla, Litlulaugaskóla og Reykjahlíðarskóla.

Á milli upplestraratriða koma fram nemendur úr Tónlistarskólunum á svæðinu og flytja tónlist. Foreldrar og aðrir velunnarar skólanna eru hvattir til að koma og hlýða á það sem nemendurnir hafa fram að færa.
 
Fh. Undirbúningsnefndar
Sigurður Aðalgeirsson
Skólaþjónustu Norðurþings

Legónámskeið

Föstudaginn 11. mars fengum við góðan gest með námskeið í skólann. Jóhann Breiðfjörð hefur um nokkurra ára skeið haldið tæknilegó- og nýsköpunarnámskeið í skólum og félagsmiðstöðvum um allt land. Upplýsingar um Jóhann og námskeið hans er að finna á heimasíðunni http://nyskopun.com/.

Allir nemendur 1.-10. bekkjar fengu 80 mínútur hjá Jóhanni en hópnum var skipt í tvennt, 1.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Mikill áhugi og vinnusemi var meðal nemenda þar sem þau grömsuðu í mörgum kössum fullum af kubbum, tannhjólum, lofttjökkum, dekkjum o.fl. Áhuginn var ekki síðri meðal starfsmanna sem sumir misstu sig á kaf í hönnun og smíði úr kubbunum.

Alls voru þar um 100 kg af kubbum og fullt af teikningum sem Jóhann kom með og gátu menn byggt eftir teikningum hans eða gert eitthvað eftir eigin hönnun. Meðal þess sem varð til voru vélmenni sem gátu gengið á fjórum fótum, fjórhjóladrifnir bílar og griparmar.

Myndir eru hér