Lúsíuhátíð
Í dag var tekið smá forskot á jólastemninguna hér í skólanum. Sú skemmtilega hefð hefur skapast hér síðustu árin að halda upp á Lúsíudaginn að sænskum sið. Það var með Önnu Englund og hennar börnum sem þessi venja komst á hér. Það var hún Lotta Englund sem hafði veg og vanda að Lúsíuhátíðinni þetta árið ásamt áhugasömum nemendum, en Bryndís Edda var sjálf Lúsía.
Eftir morgunmat komu allir saman í gryfju og sungu 5-6 jólalög undir harmoníkuundirleik Björns Leifssonar en á meðan undirbjó Lotta Lúsíuhópinn. Hópurinn kom svo fram og söng hefðbundin Lúsíulög og útdeildu saffranbrauðum.
Eftir hádegi var svo föndurstund hjá okkur. Það voru nokkrar föndurstöðvar sem nemendur gátu farið á milli, jólakortagerð, kransagerð, ullarþæfing og kertagerð. Foreldrar og aðrir ættingjar voru velkomnir eins og áður og voru nokkrir sem nýttu sér að koma og eiga föndurstund með börnunum.
Upplýsingar um Lúsíuhátíðina af jólavefnum
Smá fróðleikur og textar á sænsku, norsku og dönsku af vef Norræna félagsins