Fréttir

Skólabyrjun og skólaakstur

Skólasetning og skólabyrjun Öxarfjarðarskóli verður settur mánudaginn 26. ágúst kl 17:30. Nemendur fá afhentar stundatöflur og hitta sí­na umsjónarkennara. Farið verður lauslega yfir skóladagatal. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 27. ágúst. Skólaakstur skólaárið 2013-14 Skólaakstur verður á höndum Kristins Rúnars Tryggvasonar. Skólabí­lar leggja af stað frá Lóni og Kópaskeri kl. 7:45. Bí­lstjóri skólabí­ls Lón - Lundur, verður Kristinn Rúnar Tryggvason. Bí­lstjóri skólabí­ls Kópasker - Lundur, verður Sigurður Reynir Tryggvason. Gert er ráð fyrir grunn- og leikskólabörnum í­ bí­lana. Hlökkum til að sjá ykkur, Guðrún S. K.

Skólasetning

Skólinn verður settur mánudaginn 26. ágúst kl. 17:30

Bingó

Nemendur unglingadeildar ætla að halda Bingó sunnudaginn 28. aprí­l kl 16. Fjöldi glæsilegra vinninga verða í­ boði. Spjaldið mun kosta 500 kr. Veitingar verða seldar á staðnum. Smellið á lesa meira til að sjá vinninga.

Nemendur á leið á Nótuna

Um nýliðna helgi var uppskeruhátí­ð Tónlistarskóla Húsaví­kur. Við áttum þar nokkra fulltrúa úr nemendahópi Öxarfjarðarskóla. Þrí­r nemendur fengu þar viðurkenningu og voru jafnframt valinn til þátttöku í­ Nótunni.

Þemavika

Næsta vika, 18. til 22. febrúar verða þemadagar í­ skólanum. Hefðbundin kennsla verður þá brotin upp og unnin önnur verkefni. Inntak þemadagana að þessu sinni er einn af grunnþáttum nýrrar aðalnámskrár, heilbrigði og velferð. Undir þennan grunnþátt falla ýmsir þættir sem unnið verður með s.s. jákvæð sjálfsmynd, hreyfing, næring, hví­ld, andleg vellí­ðan o.fl. Allir grunnskólanemendur munu verða í­ verkefnum tengdum þessum þáttum en í­þrótta- og verklegir tí­mar munu að mestu halda sér.

Íþróttadagur á Raufarhöfn

Í gær, 19. nóvember, fóru allir nemendur skólans ásamt stærstum hluta starfsmanna í­ heimsókn til Raufarhafnar. Smelllið á lesa meira til að fá myndatengil og lesa nánar um daginn.

íšti- og náttúruleikir

Alli og Stella á Ví­kingavatni komu hér í­ skólann sí­ðast liðinn fimmtudag. Þau eru að vinna að fræðsluverkefniefni, þar sem meðal annars eru teknir fyrir útileikir/náttúruleikir sem börn og foreldrar geta lagt stund á saman. Þau hyggja á að gefa efnið út í­ lí­tilli bók og vantaði að fá að prufa leikina og ljósmynda nemendur við leikinn. Þau fengu hverja deild grunnskólans í­ um klukkustund fyrir sig út í­ leiki. Þótt blautt væri var ekki annað að sjá en að nemendur skemmtu sér vel úti í­ haustlitunum.

Gjöf frá Kvenfélagi Keldhverfinga

Í dag var skólanum færð höfðingleg gjöf frá Kvenfélagi Keldhverfinga.

Lengd viðvera hefst 18. september

Lengd viðvera er nú að hefjast. Við minnum á að skólabí­larnir fara seinna þá daga, það er þriðjudaga til fimmtudaga. Bí­larnir fara frá skólanum upp úr kl. 16.

Sigursæl á Laugamóti

Nemendur Öxarfjarðarskóla áttu góðan dag á grunnskólamóti á Laugum á föstudaginn. Krakkarnir fóru af stað einbeitt í­ því­ að vinna stuðningsbikarinn og höfðu m.a. búið til fána og ennisbönd í­ þeim tilgangi. Enda var bikarinn þeirra í­ lok mótsins. Í stigakeppninni urðum við í­ jöfn Mývetningum í­ 2.-3. sæti en Litlu-Laugaskóli vann mótið. Í einstökum greinum unnu stelpurnar okkar körfuboltann, Addi vann vann bæði kúluvarp og langstökk og að öllu leyti stóðu nemendur okkar sig með sóma.