Þess var óskað að undirrituð kannaði viðhorf foreldra þeirra leikskólabarna sem hugsanlega vildu nýta sér þær hugmyndir sem nú eru komnar fram m.a. á fundi með fræðslu- og menningarnefnd og á foreldrafundi í Öxarfjarðarskóla. Á fundi með fræðslu- og menningarnefnd kom fram að þess hefði verið óskað, á íbúafundi, að sett yrði af stað leikskóladeild eða dagvistun á Kópaskeri og að vilji væri til þess að koma til móts við þær þarfir. Börnin væru að vísu svo fá að erfitt yrði að setja á stofn leikskóladeild heldur yrði þá um dagvistun að ræða ef af yrði. Lítill áhugi virðist vera meðal foreldra á dagvistun.
Á foreldrafundi, 28. nóvember kom þessi umræða upp og að barnafæð gerði það að verkum að erfitt yrði að stofna aðra leikskóladeild á Kópaskeri miðað við þær kröfur sem Aðalnámskrá gerir varðandi leikskólastarf.
Upp kom sú hugmynd frá nokkrum foreldrum, að hugsanlega væri hægt að leysa þetta með því að brúa það bil sem myndast þegar skólabílar koma í þorpið áður en vinnu foreldra leikskólabarna er lokið. Að starfsmaður/starfsmenn fylgdu börnunum í leikskólasel á Kópaskeri og þar yrði leikskólastarfi haldið áfram til kl. 16:00 og foreldrar hefðu svigrúm til kl. 16:15 til að sækja börn sín. Þessi vera í leikskólaseli á Kópaskeri yrði hluti af leikskóladeild Öxarfjarðarskóla og aðstaða er til staðar í skólahúsinu á Kópaskeri.
Undirrituð leggur mikla áherslu á að tveir starfsmenn Öxarfjarðarskóla haldi utan um leikskólaselið. Að frá upphafi verði þetta gert faglega og vel að hálfu skólans og fræðslu- og menningarnefndar með hag barnanna að leiðarljósi. Tveir starfsmenn, þær Guðrún Margrét Einarsdóttir, leikskólakennari og Ásta Helga Viðar, leiðbeinandi í leikskóla, eru tilbúnar til þess að halda utan um leikskólaselið.
Nú þegar tillagan hefur verið samþykkt er hægt að undirbúa og fara af stað með þessa starfssemi. Líta þarf yfir húsið í samráði við verkstjóra, Friðgeir, eins vilja þær Gunna Magga og Ásta skoða hvað til þarf áður en farið er af stað með þetta starf en við stefnum að því að koma því á koppinn eins fljótt og hægt er.
Gott væri að fá staðfestingu frá ykkur sem höfðu látið í ljós áhuga á að nýta þessa viðbótarþjónustu. Ég tek fram að þessi þjónusta á ekki að hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir leikskólabörnin. Frekari upplýsingar um skipulag starfs munu koma síðar frá Gunnu Möggu og Ástu en ég veit að þær hafa áhuga á að nýta sér bókasafnið og aðstöðu þar í samvinnu við Stefaníu, á þriðjudögum. Stefanía hefur í gegnum árin verið áhugasöm um að taka á móti leikskólabörnum á bókasafninu.
Hér að neðan eru drög að dagskrá, nákvæmari upplýsingar koma síðar og við munum láta ykkur vita um leið og dagsetning er komin á opnun Leikskólasels á Kópaskeri.
Drög að dagskrá í leikskólaseli á Kópaskeri: