20.09.2013
Viðvörunarljós komin upp við Öxarfjarðarskóla
Mikilvægur áfangi hefur náðst. Viðvörunarljós eru komin upp við Öxarfjarðarskóla, sitt hvoru megin við það svæði sem nemendur fara yfir þjóðveg í og úr íþróttahúsi. Ég vek athygli á því að það þarf að fara niður í 50 km hraða ef fólk ætlar að fá samþykktan hraða og broskarl að öðrum kosti kemur upp fýlukarl.
Kær kveðja,
Guðrún S. K.
20.09.2013
Samræmdu prófin framundan í vikunni 23.-27. sept.
Mikilvægt að nemendur komi vel sofnir til leiks.
Samræmd próf 10. bekkinga eru: íslenska 23. sept., enska 24. sept. og stærðfræði 25. sept. Samræmd próf 4. og 7. bekkjar eru: ísl. 26. sept. og stærðfr. 27
19.09.2013
Góðir gestir komu í skólann í dag, Dúó Stemma kom á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla og fluttu skemmtilega dagskrá.
04.09.2013
Leikskóladeildin í Lundi stefnir á vettvangsferð á Kópasker mánudaginn 9. sept. Stefnt er á heimsókn í Stóru Mörk, Skjálftasetrið, Bókasafnið og fjöruferð. Nánari upplýsingar koma til viðkomandi foreldra frá deildarstjóra leikskóladeildar.
04.09.2013
Skólabílstjóri, Kristinn Rúnar, bað mig að koma því á framfæri að framvegis stefnir hann á að fara 7:40 frá Lóni. Þörf er á að flýta tíma örlítið til að halda tímaáætlun og það er vegna fjölgun stoppistöðva á leið í Lund.
Skólabíllinn sem fer frá Lóni á morgnana er því fyrr á ferðinni frá og með morgundeginum fimmtudeginum 5. september.
Bíllinn frá Kópaskeri í Lund fer á venjubundnum tíma þaðan þ.e. kl 7:45.
Kær kveðja,
Guðrún S. K.
02.09.2013
Öryggi yfir þjóðveg í íþróttahús
N4, sjónvarp, á Akureyri
Sjá nánar með því að smella á lesa meira.
GSK
23.08.2013
Innkaupalistar fyrir komandi vetur í grunnskólanum.
Smellið á sjá meira til að fá tengla á listana.
22.08.2013
Skólasetning og skólabyrjun
Öxarfjarðarskóli verður settur mánudaginn 26. ágúst kl 17:30. Nemendur fá afhentar stundatöflur og hitta sína umsjónarkennara. Farið verður lauslega yfir skóladagatal. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 27. ágúst.
Skólaakstur skólaárið 2013-14
Skólaakstur verður á höndum Kristins Rúnars Tryggvasonar. Skólabílar leggja af stað frá Lóni og Kópaskeri kl. 7:45. Bílstjóri skólabíls Lón - Lundur, verður Kristinn Rúnar Tryggvason. Bílstjóri skólabíls Kópasker - Lundur, verður Sigurður Reynir Tryggvason. Gert er ráð fyrir grunn- og leikskólabörnum í bílana.
Hlökkum til að sjá ykkur,
Guðrún S. K.
21.08.2013
Skólinn verður settur mánudaginn 26. ágúst kl. 17:30
26.04.2013
Nemendur unglingadeildar ætla að halda Bingó sunnudaginn 28. apríl kl 16. Fjöldi glæsilegra vinninga verða í boði.
Spjaldið mun kosta 500 kr. Veitingar verða seldar á staðnum.
Smellið á lesa meira til að sjá vinninga.